Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. janúar 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
KR ræðir við Tobias Thomsen - Atli Sigurjóns framlengir
Tobias Thomsen fagnar einu af mörkum sínum í fyrra.
Tobias Thomsen fagnar einu af mörkum sínum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Atli Sigurjóns í leik í Bose bikarnum.
Atli Sigurjóns í leik í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er á leið í viðræður við danska framherjann Tobias Thomsen um mögulega framlengingu á samningi. Tobias skoraði þrettán mörk í 25 leikjum í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum með KR í fyrra.

Hinn 25 ára gamli Tobias varð samningslaus um áramótin en KR vill halda honum innan sinna raða.

„Við höfum rætt við umboðsmann hans. Við þurfum að tala betur saman ég og hann. Ég reikna með að heyra í honum í dag eða á morgun," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.

Í desember náði KR að framlengja samning sinn við danska sóknarmanninn Andre Bjerregaard.

Þá hefur miðjumaðurinn Atli Sigurjónsson skrifað undir nýjan þriggja ár samning hjá KR.

Hinn 26 ára gamli Atli er uppalinn Þórsari en hann fór í KR fyrir sumarið 2012. Árin 2015 og 2016 lék Atli með Breiðabliki en hann sneri aftur í KR síðastliðið vor.

Atli spilaði tvo leiki í Pepsi-deildinni með KR síðastliðið sumar áður en hann fór í Þór á láni út tímabilið. Atli hefur nú gert nýjan samning við KR en hann var á skotskónum í sigri á Leikni R. í Lengjubikarnum um helgina.

Að sögn Rúnars Kristinssonar er að öðru leyti rólegt yfir leikmannamálum hjá KR í augnablikinu.

„Það er allt rólegt. Við erum að bíða eftir Tobias og umboðsmanni hans og það er það eina sem við erum að skoða í augnablikinu. Við ætlum að spila á þessum mannskap sem við erum með núna og sjá hvar við stöndum og hvernig þetta kemur út. Við sjáum síðan til," sagði Rúnar.

Komnir:
Björgvin Stefánsson frá Haukum
Kristinn Jónsson frá Breiðabliki
Pablo Punyed frá ÍBV

Farnir:
Garðar Jóhannsson
Guðmundur Andri Tryggvason í Start
Michael Præst
Robert Sandnes
Stefán Logi Magnússon

Samningslausir:
Tobias Thomsen
Athugasemdir
banner
banner