Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilja ekki tjá sig um ástæðu riftunarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var tilkynnt að samningi Eiðs Arons Sigurbjörnssonar við ÍBV hefði verið rift.

Fótbolti.net hafði samband við formann knattspyrnudeildar ÍBV, Magnús Sigurðsson, og sagði hann að um samkomulag milli aðilanna væri að ræða, „og ekki mikið meira um það að segja."

Magnús var spurður hvort að Eiður væri hættur í fótbolta.

„Það held ég ekki."

Eiður var orðaður við Vestra í vetur og spurning hvort hann spili annars staðar í sumar.

Fótbolti.net óskaði eftir viðbrögðum frá Eiði sjálfum en hann vildi ekki tjá sig að svo stöddu.

Eiður Aron er 34 ára miðvörður sem hefur leikið með ÍBV, Val, Holstein Kiel, Örebro og Sandnes Ulf á sínum ferli. Hann lék á sínum tíma einn A-landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner