Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 15. desember 2017 14:22
Elvar Geir Magnússon
Klopp við fréttamenn: Sé það í augum ykkar að við eigum í vandræðum
Klopp er alltaf skemmtilegur á fréttamannafundum.
Klopp er alltaf skemmtilegur á fréttamannafundum.
Mynd: Getty Images
Hinn stórskemmtilegi Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Þegar hann leit yfir fjölmiðlamannahópinn sem var mættur sagði hann:

„Fyrir níu dögum vorum við á flugi, nú horfi ég í augun á ykkur og sé að við eigum í vandræðum," sagði Klopp.

Liverpool hefur í síðustu leikjum gert jafntefli gegn tveimur liðum sem hafa verið í ströggli og heimsækir Bournemouth á sunnudaginn.

Klopp staðfesti á fundinum í dag að Joel Matip og Nathaniel Clyne væru ekki klárir í slaginn en væru á góðri leið og séu byrjaðir að hlaupa.

Markvörðurinn Simon Mignolet og miðjumaðurinn Adam Lallana verða þó með á sunnudag. Mignolet mun byrja leikinn en Klopp staðfesti það. Stuðningsmenn Liverpool fagna því vafalítið að endurheimta Lallana eftir meiðsli.

Á fundinum var Klopp enn og aftur spurður út í breytingar hans á liðinu milli leikja en skiptar skoðanir eru á því fyrirkomulagi hans.

„Það er hluti af starfinu að halda mönnum ferskum fyrir ákveðna leiki. Við teljum okkur enn hafa hóp sem gefur okkur þann möguleika," sagði Klopp.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner