Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 16. janúar 2015 09:17
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Van Gaal má eyða 150 milljónum punda
Powerade
Van Gaal getur opnað budduna.
Van Gaal getur opnað budduna.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk vill fara til Arsenal.
Virgil van Dijk vill fara til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



David Moyes, þjálfari Real Sociedad, vill fá Danny Ings framherja Burnley til félagsins en hann verður samningslaus í sumar. (Independent)

Moyes segist aftur á móti ekki ætla að fá Adnan Januzaj frá Manchester United. (ESPN)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur fengið grænt ljós á að eyða 150 milljónum punda í þessum mánuði. (Daily Mirror)

Juventus og Roma vilja fá Radamel Falcao en framtíð hans hjá Manchester United er í óvissu. (Daily Star)

Roma mun einungis hlusta á heimskulega há tilboð frá Manchester United í miðjumanninn Kevin Strootman. (Talksport)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur útilokað að Lucas Leiva fari frá liðinu í þessum mánuði. (Times)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, segist ekki vera að fá Bafetimbi Gomis frá Swansea og Jose Enrique frá Liverpool. (Daily Star)

Hull vill fá Rudy Gestede framherja Blackburn á láni. (Hull Daily Mail)

Aston Villa mun líklega ekki kaupa Scott Sinclair þar sem Manchester City vill fá þrjár milljónir punda fyrir hann. (Birmingham Mail)

Virgil van Dijk, varnarmaður Celtic, vill ganga í raðir Arsenal í þessum mánuði. (Metro)

Brighton hefur áhuga á Max Power miðjumanni Tranmere. (The Argus)

Alexis Sanchez, framherji Arsenal, hefur sagt Arsene Wenger að gleyma því að hvíla sig á þessu tímabili. (Daily Star)

Shaun Wright-Phillips segist hafa lent í rifrildi við Harry Redknapp stjóra QPR á fundi á dögunum. Wright-Phillips hefur einungis leikið 192 mínútur síðustu 16 mánuðina. (The Sun)

Michael Essien mun yfirgefa herbúðir AC Milan í sumar en hann gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner