Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. apríl 2013 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Gomez með þrennu á sex mínútum
Mario Gomez hlóð í þrennu á sex mínútum
Mario Gomez hlóð í þrennu á sex mínútum
Mynd: Getty Images
Bayern München 6 - 1 Wolfsburg
1-0 Mario Mandzukic ('17 )
2-0 Arjen Robben ('35 )
2-1 Diego ('45 )
3-1 Xherdan Shaqiri ('51 )
4-1 Mario Gomez ('80 )
5-1 Mario Gomez ('83 )
6-1 Mario Gomez ('86 )

Mario Gomez, framherji Bayern München í Þýskalandi gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á sex mínútum er liðið vann Wolfsburg með sex mörkum gegn einu í kvöld í undanúrslitum þýska bikarsins.

Bayern er þegar búið að tryggja sér sigur í þýsku deildinni, en liðið heldur áfram að fara hamförum og fór það nokkuð auðveldlega með Wolfsburg í kvöld er liðin mættust í undanúrslitum þýska bikarsins.

Mario Mandzukic kom liðinu yfir á 17. mínútu áður en Arjen Robben bætti við öðru á 35. mínútu. Brasilíski miðjumaðurinn Diego minnkaði muninn fyrir Wolfsburg undir lok fyrri hálfleiks.

Í síðari tók hins vegar Bayern öll völd aftur. Xherdan Shaqiri bætti við þriðja marki Bayern og stóðu leikar þannig þar til á 80. mínútu. Þá tók þýski landsliðsmaðurinn Mario Gomez málin í sínar hendur og skoraði þrjú mörk á sex mínútum.

Lokatölur því 6-1 Bayern í vil sem er komið í úrslitaleikinn, en liðið mættir annað hvort Stuttgart eða Freiburg í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner