Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 15:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Reuters 
Tjölduðu fyrir utan völlinn til að fá miða gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
Hundruðir stuðningsmanna Borussia Dortmund tjölduðu í tvær nætur fyrir utan miðasölu félagsins til að reyna að krækja í miða á leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Um 80 þúsund áhorfendur mæta á hvern heimaleik Dortmund en í Meistaradeildinni er einungis leyfilegt að hafa 65 þúsund manns þar sem ekki má standa á þeim leikjum.

Fáir miðar fóru í almenna sölu í morgun og margir þurftu frá að hverfa auk þess sem smávægileg slagsmál brutust út í röðinni en hver aðili mátti einungis kaupa tvo miða.

,,Ég hef beðið síðan á sunnudag, einungis til að fá þessa tvo pappíra. Þetta var erfitt en þetta er allt þess virði núna," sagði Daniel Schrader sem gisti í tvær nætur fyrir utan miðasöluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner