Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 18:59
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Fyrsta æfingin í Búdapest að baki - Ellefu voru með
Icelandair
Frá æfingu dagsins.
Frá æfingu dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrsta æfing íslenska landsliðsins hér í Búdapest er að baki en allur hópurinn er kominn saman til undirbúnings fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael sem fram fer á fimmtudagskvöld.

Það voru hinvsegar bara ellefu sem tóku þátt í æfingu dagsins en leikmenn sem voru nýbúnir að spila um helgina voru í endurheimt á hótelinu. Það vill oft vera þannig í landsliðsgluggum að frekar fámennt er á fyrstu æfingu enda menn á misjöfnum stað eftir helgina.

Fréttamenn Fótbolta.net, 433.is og Morgunblaðsins fylgdust með æfingunni en á síðuna er komið viðtal við Alfreð Finnbogason og þá kemur inn viðtal við Ísak Bergmann Jóhannesson á eftir.

Auk fyrrnefndra leikmanna voru allir markverðirnir þrír á æfingunni í dag og þeir Mikael Egill Ellertsson, Alfons Sampsted, Willum Þór Willumsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Hjörtur Hermannsson og Guðmundur Þórarinsson.

Æfingin fór fram á æfingasvæði Újpest en á völlum við hlið vallarins þar sem Ísland æfði voru yngri flokkar félagsins við æfingar.

Það má svo búast við því að allir leikmenn íslenska hópsins verði samankomnir á næstu æfingu sem verður klukkan 11:30 á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner