Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 23. febrúar 2015 08:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Falcao til Real Madrid?
Powerade
Radamel Falcao.
Radamel Falcao.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



James Milner ætlar ekki að gera nýjan samning við Manchester City. Hann verður því samningslaus í sumar. (Sun)

Tottenham hefur áhuga á Bubacar Djalo, 18 ára miðjumanni Sporting Lisabon. Mörg félög vilja fá Djalo sem hefur verið kallaður nýr Paul POgba. (Daily Mirror)

Real Madrid er að íhuga að fá Radamel Falcao í sínar raðir í sumar. Falcao er í láni hjá Manchester United frá Monaco. (Daily Mail)

Leonardo Jardim, þjálfari Monaco, segir að United hafi ekki átt að fá Falcao til sín á láni síðastliðið sumar. (Sun)

WBA ætlar að fá kantmanninn Bakary Sako frítt frá Wolves í sumar. (Daily Mirror)

Joey Barton gæti farið á reiðistjórnunarnámskeið eftir rauða spjaldið gegn Hull um helgina. Það var níunda rauða spjald hans á ferlinum. (Daily Telegraph)

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur ásakað Chelsea um að reyna að hafa áhrif á dómara í leikjum á Stamford Bridge. (Times)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur gagnrýnt Southampton fyrir að minnast ekki orði á Adam Lallana og Rickie Lambert í leikskránni fyrir leik liðanna í gær. (Daily Mail)

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, segir að það geti tekið meira á að leika gegn liðum eins og Stoke heldur en Barcelona. Kompany og félagar mæta Barcelona í Meistaradeildinni annað kvöld. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner