Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 23. júní 2016 11:09
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Daily Mail velur Íslending í úrvalslið riðlakeppninnar
Icelandair
Ragnar Sigurðsson hefur verið frábær.
Ragnar Sigurðsson hefur verið frábær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið valinn í úrvalslið riðlakeppni Evrópumótsins af Daily Mail.

Ragnar hefur verið frábær í öllum þremur leikjum Íslands. Hann fékk 9 í einkunn hjá Fótbolta.net fyrir leikina gegn Portúgal og Austurríki og 8 fyrir Ungverjaleikinn þar sem hann var valinn maður leiksins.

Í umsögn Daily Mail segir að Ragnar hafi staðið upp úr hjá liði sem enginn bjóst við neinu frá fyrir mótið. Hann hafi verið öflugur gegn Cristiano Ronaldo hjá Portúgal og átt aðra frábæra frammistöðu gegn Austurríki.

Úrvalsliðið:
Markvörður: Michael McGovern (Norður-Írland)
Hægri bakvörður: Darijo Srna (Króatía)
Miðvörður: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Miðvörður: Leonardo Bonucci (Ítalía)
Vinstri bakvörður: Robbie Brady (Írland)
Varnarmiðjumaður: Granit Xhaka (Sviss)
Miðjumaður: Toni Kroos (Þýskaland)
Miðjumaður: Andrés Iniesta (Spánn)
Hægri kantur: Dimitri Payet (Frakkland)
Vinstri kantur: Ivan Perisic (Króatía)
Sóknarmaður: Gareth Bale (Wales)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner