Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 27. janúar 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Annar Íslendingur til meistaranna í Filippseyjum?
Michael Jónsson.
Michael Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Michael Jónsson er þessa dagana á reynslu hjá Global í Filippseyjum en liðið hefur orðið meistari þar í landi tvö ár í röð.

Ray Anthony Jónsson, bróðir Michaels, samdi við Global í síðustu viku.

Michael er 31 árs gamall bakvörður og kantmaður en hann spilaði síðari hlutann á síðasta tímabili með Ægi í 2. deildinni.

Michael hafði fyrr um sumarið komið við sögu í einum leik í fyrstu deildinni með Grindavík.

Samtals á Michael 127 deildar og bikarleiki að baki í meistaraflokki með Grindavík, Reyni og Ægi.
Athugasemdir
banner
banner
banner