Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 27. desember 2016 15:10
Magnús Már Einarsson
Reynir Haralds aftur í ÍR (Staðfest)
Reynir í leik með ÍR sumarið 2014.
Reynir í leik með ÍR sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vinstri bakvörðurinn Reynir Haraldsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR á nýjan leik.

Reynir skrifaði undir tveggja ára samning í neðra Breiðholti.

Reynir fór í Fylki fyrir tímabilið 2015 en kom ekki við sögu í Pepsi-deildinni.

Síðastliðið sumar var Reynir í láni hjá HK þar sem hann spilaði samtals átta leiki í Inkasso-deildinni og Borgunarbikarnum.

Reynir er nú kominn aftur til ÍR en liðið sigraði 2. deildina í sumar og leikur því í Inkasso-deildinni næsta sumar.

„Við ÍR-ingar bjóðum Reyni Haraldsson hjartanlega velkominn aftur heim!" segir á Facebook síðu ÍR.
Athugasemdir
banner