Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
   mið 28. febrúar 2024 15:40
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson varð nokkuð óvænt kosinn formaður KSÍ um helgina en hann var einn þriggja í framboði og í skoðanakönnun í síðustu viku rak hann lestina þar sem aðeins 7% sögðust ætla að kjósa hann en yfir 30% vildu ýmist Guðna Bergsson eða Vigni Má Þormóðsson.

Kjörið fór fram á ársþingi KSÍ á laugadaginn og það var mál manna á ársþinginu að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þrumuræða Þorvalds þar sem hann seldi sig sem besta kostinn fyrir knattspyrnuhreyfinguna.

Um leið og ræðu hans lauk mátti heyra fulltrúa sumra félaga segjast hafa skipt um skoðun, Þorvaldur fengi sitt atkvæði. Hann væri langt áhugaverðasti kosturinn eftir ræður formannanna.

„Í dag eru í boði þrír mjög ólíkir valkostir. Ég gæti vissulega varið mínum tíma um hina tvo en það er ekki ég. Ég tala ekki aðra niður og ætla því að tala um mig og afhverju ég er rétti kosturinn," sagði Þorvaldur meðal annars og bætti við að hann væri minna í jakkafötum en meira með gras á skónum og bolta í skottinu.

Fótbolti.net birtir í dag upptöku af ræðunni mögnuðu hjá Þorvaldi, ræðunni þar sem hann sannfærði knattspyrnuhreyfinguna um að hann væri eini rétti kosturinn sem formaður KSÍ. Hana má sjá í spilaranum að ofan.

Á sama tíma vann Þorkell Máni Pétursson kosningu til stjórnar KSÍ þar sem hann varð efstur. Ræða hans vakti líka athygli en hana má sjá að neðan.
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner