Steini Gísla – „eins og hrísla“ bættir þú gjarnan sjálfur við og glettnin, húmorinn og hlýjan streymdi frá þér. Þannig rifjast upp okkar fyrstu kynni þegar þú komst inn í mfl. KR 1987 og það sumar unnum við einnig saman hjá Ágæti. Fljótlega reyndi ég að þar fór sannur sigurvegari. Þú fórst vel með ómælt keppnisskapið í framkomu og athöfnum og alltaf tilbúinn að gefa af þér, keppni og gleði, þetta fínstillta jafnvægi sem gerði þig að óskoruðum leiðtoga.
Meira »
Þakklæti! Þetta var fyrsta orðið sem kom upp í hugann þegar ég settist niður til að rita nokkur orð um samherja minn, félaga minn og vin minn Steina Gísla sem yfirgaf þetta líf í síðustu viku.
Meira »
Nú hefur besti maðurinn verið tekinn af velli – Í maí síðastliðnum bárust þær sorgarfréttir að Steini Gísla væri haldinn ólæknandi og illvígum sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða í byrjun árs. Með Steina yfirgefur þessa jarðvist einn besti sonum íslenskrar knattspyrnu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum vel. Fyrstu kynnin voru er ég tók að mér þjálfun meistaraflokks ÍA 1995 – fyrnasterkt lið og Steini einn af lykilmönnum liðsins. Fyrir þetta tímabil bauðst honum að gerast atvinnumaður í Svíþjóð, en afþakkaði boðið og fyrir það var ég honum afar þakklátur. Með þessu sýndi Steini enn einu sinni heilindi og fórnfýsi fyrir lið sitt.
Meira »
Þegar ég var beðinn um að færa á blað nokkur minningabrot um Sigurstein Gíslason eða Steina Gísla eins og hann var ávallt kallaður af liðsfélögum sínum og vinum var það auðsótt mál enda aldrei lognmolla eða leiðindi í kringum drenginn þann. Þegar ég settist síðan niður og velti fyrir mér hvernig Steini myndi vilja láta minnast sín varð mér ljóst að hann myndi ekki vilja að um sig yrði skrifuð einhver helgislepja heldur miklu fremur að sagðar yrðu gamansögur af honum og samskiptum hans við félaga sína og vini.
Meira »
Sigursteinn Davíð Gíslason er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hans verður minnst sem eins af þeim allra stærstu í íslenskri knattspyrnusögu.
Meira »
Veturinn 1985 mætti í vesturbæinn drengur af Skaganum. Hann var með sítt að aftan, skegghýung, í síðum frakka og með svarta skjalatösku. Þetta var Sigursteinn Gíslason. Steini, eins og við kölluðum hann. Hann var fluttur í vesturbæinn.
Meira »
Við í 1968 árganginum í Brekkubæjarskóla vorum stálheppnir að fá það tækifæri að alast upp með Sigursteini Davíð Gíslasyni á Akranesi . Steini Gísla, elskaði fótbolta, og hann gat nánast dúndrað boltanum út á hinn eina sanna Merkurtún frá útidyrahurðinni við heimili hans við Suðurgötuna á neðri Skaganum. Þessi merkilegi fótboltavöllur var okkar annað heimili og í minningunni var Steini alltaf út á „Merkó“.
Meira »
Hvort sem sem það er einstaka kvöld á Obladi-Oblada í miðbænum eða Fram X Factor sem fer fram á næstunni þá er stór ástæða fyrir því að það er ekki mikið mál fyrir mig að syngja fyrir framan aðra. Þegar ég var ungur fótboltamaður lenti ég í tveimur atvikum sem mótuðu mig sem söngvara og urðu til þess að ég er óhræddur við að syngja núna!
Meira »
Sem fótboltaaðdáendur þá fáum við einungis tækifæri til að dæma leikmenn persónulega á því sem við lesum í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum eða á því hvernig þeir haga sér inni á fótboltavellinum. Það er eðlilegt að tilfinning okkar byggist á þessu því við þekkjum þá ekki persónulega. Þetta getur því miður verið mjög villandi.
Stundum eru blaðamennirnir og fólkið sem býr til fréttirnar með áróður. Þau gætu hafa lent áður í rifrildi við leikmanninn, verið vinir fyrrum eiginkonu hans eða átt í góðu sambandi við erkifjendur félagsins sem hann spilar með. Þegar leikmaður stígur á völlinn síðdegis á laugardagi fylgist öll heimsbyggðin með honum spila undir pressu fyrir sínu lífsviðurværi. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn hafa beðið spenntir eftir þessari stund. Það er óeðlilegt að dæma hegðun manns við svona aðstæður. Heldur þú að þegar Gary Neville vinnur dóttur sína í feluleik heima hjá sér þá snúi hann sér að konunni sinni og öskri ‘Come on!!!!’ á meðan hann heldur í treyjuna sína eins og hann gerði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool á Old Trafford? Ég held ekki. Meira »
Stundum eru blaðamennirnir og fólkið sem býr til fréttirnar með áróður. Þau gætu hafa lent áður í rifrildi við leikmanninn, verið vinir fyrrum eiginkonu hans eða átt í góðu sambandi við erkifjendur félagsins sem hann spilar með. Þegar leikmaður stígur á völlinn síðdegis á laugardagi fylgist öll heimsbyggðin með honum spila undir pressu fyrir sínu lífsviðurværi. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn hafa beðið spenntir eftir þessari stund. Það er óeðlilegt að dæma hegðun manns við svona aðstæður. Heldur þú að þegar Gary Neville vinnur dóttur sína í feluleik heima hjá sér þá snúi hann sér að konunni sinni og öskri ‘Come on!!!!’ á meðan hann heldur í treyjuna sína eins og hann gerði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool á Old Trafford? Ég held ekki. Meira »
Rússar eru að taka til í sinni stjórnsýslu. Pólítíkusar þurfa að sýna hvað þeir eiga. Roman Abramovich er einhver landsstjóri eða eitthvað álíka í einhverju héraði í Rússlandi þannig hann þurfti að sýna eigur sínar. Þær eru massívar.
Meira »
Það er eitthvað að gerast í borginni. Maður er enn að melta bikarleik Manchester-liðanna sem fram fór um síðustu helgi. Scholes reimar á sig skóna á nýjan leik, rauða spjaldið, vítið, vítið eða vítin sem hefðu átt að vera, viðsnúningurinn í seinni hálfleik, dramatíkin, vonbrigðin, fögnuðurinn. Á síðustu árum hafa leikir liðanna tveggja nær allir verið virkilega skemmtilegir, dramatískir, eftirminnilegir með nóg af umdeildum atvikum. Það er eitthvað sérstakt að gerast í borginni Manchester.
Meira »
Ef einhver í fótboltaheiminum myndi skora 35 mörk á einu ári, gefa geggjaðslega margar stoðsendingar og í rauninni halda liðinu sínu á floti.
Ætti hann ekki að eiga smá séns á þessum blessaða gullbolta? Allavega kannski að vera í topp fimm? Meira »
Ætti hann ekki að eiga smá séns á þessum blessaða gullbolta? Allavega kannski að vera í topp fimm? Meira »
Sjaldan hefur eitt tiltekið mál ótengt fótbolta í ensku úrvalsdeildinni fengið jafn mikla athygli og meintir kynþáttafordómar Luis Suarez í garð Patrice Evra í viðureign Liverpool og Manchester United. Liggur nánast við að maður þurfi að fara aftur til kung-fu sparks Eric Cantona gagnvart stuðningsmanni Crystal Palace til að finna eins umdeildan atburð.
Meira »
„Lose money for my firm and I will be understanding. Lose a shred of reputation for the firm and I will be ruthless."
(Ofangreind tilvitnun í Warren Buffett er til í allskyns útgáfum og er oft ein af fyrstu setningunum sem nemendur í almannatengslum, viðskipta- og markaðsfræði læra í sínu fagi víðsvegar um heim). Meira »
(Ofangreind tilvitnun í Warren Buffett er til í allskyns útgáfum og er oft ein af fyrstu setningunum sem nemendur í almannatengslum, viðskipta- og markaðsfræði læra í sínu fagi víðsvegar um heim). Meira »
Sam Tillen leikmaður Fram skrifaði pistil sem birtist á íslensku hér á Fótbolta.net á Þorláksmessu. Pistillinn hefur vakið mikla athygli og vegna fjölda áskorana er hann hér birtur á ensku.
Smelltu hér til að sjá hann á íslensku.
In light of the Gary Speed suicide, the focus amongst the football community in England has shifted to dealing with depression. A few footballers have come out detailing their own troubles behind the scenes during their careers. It is hoped that by encouraging players to speak out, they can act as an example to others who are afraid to do so. Meira »
Smelltu hér til að sjá hann á íslensku.
In light of the Gary Speed suicide, the focus amongst the football community in England has shifted to dealing with depression. A few footballers have come out detailing their own troubles behind the scenes during their careers. It is hoped that by encouraging players to speak out, they can act as an example to others who are afraid to do so. Meira »
Fyrst þú ert að lesa pistil inná Fótbolta.net mitt í jólahátíðinni, hefur þú greinilega MJÖG mikinn áhuga á sportinu, og ég skil þig, þetta er frábær síða. Það er gaman að skanna slúður leikmannamarkaðarins, sjá ummæli þjálfara og íslensk myndbandsviðtöl við leikmenn, þó ekkert toppi að sjá (staðfest)-frétt um liðsstyrk.
Meira »
Eftir sjálfsmorð Gary Speed hefur kastljósinu í fótboltasamfélaginu á Englandi verið beint að þunglyndi. Nokkrir fótboltamenn hafa komið fram og sagt frá vandamálum á bakvið tjöldin á ferli sínum. Vonast er eftir að með því að hvetja leikmenn til að stíga fram þá gefi það gott fordæmi fyrir þá sem eru hræddir við það.
Meira »
Núna þegar rúmir tveir mánuðir eru frá því íslandsmótið kláraðist og menn svona að fara að skríða af stað í lengsta undirbúningstímabil heims þá langaði mér að koma með nokkra punkta af liðnu sumri úr 2.deildinni. Ég er Tindastóls-maður í húð og hár og auðvita virkilega sáttur með að við skildum hafa komist upp í 1.deildina ásamt öðru landsbyggðarliði, Hetti.
Meira »
Um helgina hafa miklar umræður spunnist um atvik í leikjum í enska boltanum þar sem spurning hefur vaknað um hvort að leikmenn hafi verið rændir augljósum marktækifærum og hinum brotlega skuli þar með vísað af leikvelli.
Meira »
Eftir viðtal við Gylfa Þór Orrason, formann dómaranefndar KSÍ, í Fréttablaðinu í síðustu viku heyrist mér, til mikillar lukku, að fólk sé ekki að trúa þeim málflutningi sem þar er settur fram. Sem betur fer segi ég því að tilgangur blaðaskrifa Gylfa Þórs Orrasonar formanns dómaranefndar KSÍ á liðnum mánuðum virðist, af einhverjum ástæðum, markast af því að láta mig líta illa út sem persónu.
Meira »