Okkar ástkæri fótbolti er fyrirferðamikill í fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hefur jákvæð umfjöllun þó verið af skornum skammti og því var tími til kominn að íþróttin næði að sýna sitt rétta andlit, jú eins og við þekkjum hana.
Meira »
Okkar ástkæri fótbolti er fyrirferðamikill í fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hefur jákvæð umfjöllun þó verið af skornum skammti og því var tími til kominn að íþróttin næði að sýna sitt rétta andlit, jú eins og við þekkjum hana.
Meira »
Þeir voru algjörlega bugaðir stuðningsmennirnir sem ég hitti í Blackburn fyrir áramót þegar ég fór á leik Blackburn og West Brom. Þeir mættu á völlinn af skyldurækni frekar en til ánægju.
Ekkert nema fall blasti við liðinu. Steve Kean var talinn í sama gæðaflokki sem knattspyrnustjóri og Ronald McDonald. Indversku kjúklingabændurnir voru hættir að þora að mæta á völlinn. Ekki einn einasti stuðningsmaður virtist trúa því að liðið gæti bjargað sér. Meira »
Ég er einn af þeim sem segir að Leo Messi sé sá besti. Ég minnist ekki einu sinni á Ronaldo í þessu samhengi. Messi er hundrað skrefum framar en Ronaldo.
Meira »
Það eru margir frasar sem eru sífellt notaðir í íþróttum. Æfingin skapar meistarann, einn leikur í einu, ertu blindur dómari, svona til að nefna nokkra. Einn af mínum uppáhaldsfrösum er þegar talað er um meistaraheppni. Ég veit ekki um neitt lið eða einstakling sem hefur orðið meistari á heppni. Það væri heppni ef að boltinn stefndi í bláhornið hjá þér og fugl kæmi fljúgandi fyrir skotið á síðustu stundu. Það þyrfti líka að gerast nokkra leiki í röð vegna þess að enginn verður meistari á því að vinna einn leik.
Meira »
Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar UMFG á dögunum fyrir árið 2011 kom fram að deildin skilaði 9 milljóna hagnaði og er hún nánast skuldlaus.
Meira »
Þetta mál þegar efnilegur íslenskur leikmaður yfirgefur landið sitt vekur hjá mér mikinn áhuga. það eru hæfileikaríkir ungir leikmenn í þessu landi og vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar er draumurinn að ganga til liðs við enskt félag.
Meira »
Eigendur knattspyrnufélaga eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það eru til eigendur sem eru alvöru knattspyrnuaðdáendur og njóta andrúmloftsins á leikdegi en aðrir eru eingöngu í þeim erindagjörðum að græða pening, þvo peninga, ráðskast með fólk eða gera sig að fífli. Það er í raun merkilegt, hvað mikið af ríkum heimskum mönnum hafa flætt inn í knattspyrnuna.
Meira »
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á morgun laugardag á Hilton hótelinu. Þar verður meðal annars fjallað um tillögu þess að fjölga deildum úr fjórum í fimm.
Það eru Leiknismenn og dótturfélag þeirra KB sem koma með tillöguna og ætla ég að rýna í kosti hennar og helstu rök þess af hverju hún ætti að vera samþykkt. Meira »
Laugardaginn 11. febrúar fer fram 66. ársþing KSÍ. Þau tímamót eru nú í íslenskri knattspyrnusögu að 100 skipulögð keppnisár eru að baki. Glæst fortíð sem allir unnendur íþróttarinnar geta verið stoltir af.
Meira »
Enski bikarinn hefur bæði veitt manni óendanlega gleði og örvæntingu. Fyrir mig persónulega, sem stuðningsmann og leikmann, hefur bikarinn enn þann dag í dag ævintýralegan blæ sem elsta bikarkeppni heims. Í kjölfar síaukinna vinsælda Meistaradeildarinnar og þeirra peninga sem henna fylgja hefur vægi bikarsins því miður minnkað í augum sumra. Mikilvægi þess að enda í einu af fjórum efstu sætunum hefur bitnað á þessari frábæru hefð og þykir mér það miður. Ég get ekki ímyndað mér neinn leikmann, nema þá sem eru málaliðar sem eltast einungis við peninga, sem myndi frekar kjósa að enda í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar heldur en að spila á Wembley fyrir framan 90.000 manns. Þegar uppi er staðið, þá geturðu valið hvort þú sýnir barnabörnunum hvar þú endaðir í deildinni eða þú getur sýnt þeim gullmedalíu… Ég veit allavega hvaða arfleifð ég myndi velja, þó að ég verði reyndar aldrei í þeirri stöðu að gera ákveðið það.
Meira »
Hópur af íslenskum golfvalla- og knattspyrnuvallastarfsmönnum hélt nýverið til Englands þar sem farið var á sýningu og ráðstefnu tengda slíkum málum.
Undirritaður var einn af þeim sem var með í för og eyddi tveim síðustu dögum ferðarinnar í að skoða þrjá velli hjá neðrideildarliðum í Englandi. Meira »
Tvö gríðarlega umtöluð mál komu upp á enskum fótboltavöllum seint á síðasta ári. Í fyrra málinu var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum en í því síðara var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum.
Þessi tvö mál voru svo sett í tvo misjafna farvegi. Tilviljun? Það er enginn að fara að segja mér það. Meira »
Ég heiti Óli Stefán og er alkahólisti. Þessa setningu varð ég að segja upphátt í fullum sal af ókunnugu fólki þegar ég ákvað loks að taka á vandamálinu, þá 34 ára gamall. Ég hafði í raun vitað lengi að áfengisdrykkja var vandamál hjá mér en ekki haft kjark í að gera neitt í því fyrr en þarna.
Meira »
Ef þú spyrð unga stráka, hvar sem er í heiminum, sem nokkurtíman hafa sparkað í bolta hvað þeir vilja gera þegar að þeir verða stórir, þá færðu oftast sama svar, „atvinnumaður í fótbolta“. Allstaðar í heiminum, í öllum löndum, hjá öllum klúbbum eða akademíum, spretta reglulega upp ungir leikmenn sem virðast hafa það sem þarf til að verða atvinnumaður í fótbolta, en aðeins örfáir verða það á endanum. Flestir ná ekki að þróa hæfileika sína nógu mikið til þess að halda áfram að skara fram úr eftir því sem þeir eldast, aðrir missa áhugan á fótbolta, setjast á skólabekk, kynnast bakkusi eða þola ekki líkamlega eða andlega álagið sem fylgir.
Meira »
Sigursteinn Gíslason tók við stjórnartaumunum hjá Leikni Reykjavík í haustbyrjun árið 2008. Sú ráðning átti eftir að vera mikið gæfuskref fyrir klúbbinn. Með Steina sem þjálfara hófst mikill uppgangur hjá félaginu, enda Steini sigurvegari af Guðs náð. Til marks um það þá spilaði hann stundum með okkur þegar það vantaði mann á æfingu og flest öll skiptin ef ekki öll þá vann hans lið. Þvílíkur einstaklingur!
Meira »
Það er með miklum söknuði sem við félagarnir setjum á blað nokkur orð til minningar um öðlinginn Sigurstein Gíslason, sem fulltrúar andstæðinga hans á knattspyrnuvellinum.
Meira »
Steini Gísla – „eins og hrísla“ bættir þú gjarnan sjálfur við og glettnin, húmorinn og hlýjan streymdi frá þér. Þannig rifjast upp okkar fyrstu kynni þegar þú komst inn í mfl. KR 1987 og það sumar unnum við einnig saman hjá Ágæti. Fljótlega reyndi ég að þar fór sannur sigurvegari. Þú fórst vel með ómælt keppnisskapið í framkomu og athöfnum og alltaf tilbúinn að gefa af þér, keppni og gleði, þetta fínstillta jafnvægi sem gerði þig að óskoruðum leiðtoga.
Meira »
Þakklæti! Þetta var fyrsta orðið sem kom upp í hugann þegar ég settist niður til að rita nokkur orð um samherja minn, félaga minn og vin minn Steina Gísla sem yfirgaf þetta líf í síðustu viku.
Meira »
Nú hefur besti maðurinn verið tekinn af velli – Í maí síðastliðnum bárust þær sorgarfréttir að Steini Gísla væri haldinn ólæknandi og illvígum sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða í byrjun árs. Með Steina yfirgefur þessa jarðvist einn besti sonum íslenskrar knattspyrnu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum vel. Fyrstu kynnin voru er ég tók að mér þjálfun meistaraflokks ÍA 1995 – fyrnasterkt lið og Steini einn af lykilmönnum liðsins. Fyrir þetta tímabil bauðst honum að gerast atvinnumaður í Svíþjóð, en afþakkaði boðið og fyrir það var ég honum afar þakklátur. Með þessu sýndi Steini enn einu sinni heilindi og fórnfýsi fyrir lið sitt.
Meira »

