Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 31. janúar 2012 08:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Listamaður í blekkingum
Kári Örn Hinriksson skrifar:
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Kári Örn Hinriksson.
Kári Örn Hinriksson.
Mynd: Úr einkasafni
Carlos ásamt Renato Goucho, fyrrum vængmanni brasilíska landsliðsins
Carlos ásamt Renato Goucho, fyrrum vængmanni brasilíska landsliðsins
Mynd: Netið
Mynd: Getty Images
Ef þú spyrð unga stráka, hvar sem er í heiminum, sem nokkurtíman hafa sparkað í bolta hvað þeir vilja gera þegar að þeir verða stórir, þá færðu oftast sama svar, „atvinnumaður í fótbolta“. Allstaðar í heiminum, í öllum löndum, hjá öllum klúbbum eða akademíum, spretta reglulega upp ungir leikmenn sem virðast hafa það sem þarf til að verða atvinnumaður í fótbolta, en aðeins örfáir verða það á endanum. Flestir ná ekki að þróa hæfileika sína nógu mikið til þess að halda áfram að skara fram úr eftir því sem þeir eldast, aðrir missa áhugan á fótbolta, setjast á skólabekk, kynnast bakkusi eða þola ekki líkamlega eða andlega álagið sem fylgir.

Það hafa ófáir magnaðir leikmenn komið úr hinum ýmsu fátækrahverfum Brasilíu. Pele, Ronaldo, Romario, og Ronaldinho til að nefna nokkra, allt leikmenn sem hafa markað spor í sögu knattspyrnunnar. Saga þessi er ekki um þá, þótt að hún hafi byrjað á svipuðum stað.

Carlos Henrique Kaiser var strákur sem lék fótbolta götum Rio De Janeiro með þegar að hann var lítill. Hann þótti sterkur og mjög skotfastur miðað við aldur og njósnarar frá akademíu Botafogo fengu hann til að ganga til liðs við þá þegar að hann var 12 ára gamall. Þaðan gekk hann til liðs við akademíu Flamengo og meðan að hann var þar missti hann báða foreldra sína með stuttu millibili. Fljótlega eftir það sáu njósnarar frá Puebla í Mexíkó hann og fengu hann til liðs við sig. Það má segja að það hafi verið erfitt tímabil í lífi Carlos. Hann var ekki aðeins orðinn munaðarlaus, heldur, eins og oft gerist hjá leikmönnum þegar að unglingsárin breytast í fullorðinsár, þá var hann ekki lengur efnilegur, bara eins og hver annar leikmaður sem ekki skaraði fram úr. En á meðan að hann varð eldri og virkaði minna og minna spennandi leikmaður, því meira fílaði hann líferni atvinnu knattspyrnumannsins enda töluvert betri lífsgæði þar að finna fyrir strák úr fátækrahverfi Rio De Janeiro. Góð laun, mikill frítími, kvennhylli og auðvitað næturlífið.

Carlos var því ekkert á þeim buxunum að hætta í fótbolta enda sá hann sjálfur enga ástæðu til. Hann var í góðu formi, sterkur, skotfastur og leit út eins og fótboltamaður, þótt að boltatæknin, leikskilningur og í rauninni flest annað sem príða þarf atvinnu knattspurnumann hafi verið vandræðalega lélegt. Úr tíma sínum í fótboltaakademíum í heimalandinu eignaðist hann marga góða vini, bæði leikmenn og þjálfara sem voru stjörnur í Brasilíu, Romario, Alberto Torres, Gaucho, Ricardo Rocha og Edmundo ásamt fleirum.

Í gamla daga í Brasilíu var ekki óalgengt að þegar að stór leikmaður skipti um lið, fylgdi annar minni leikmaður í kjölfarið, oft vinur eða kunningi þess stóra. Þetta nýtti Carlos sér reglulega. Þegar að vinur hans skipti um lið, fékk hann að fylgja með, oftast á 3 mánaða samningi sem hann fékk til þess að vinna sér inn langtímasamning. Þessa samninga náði hann þó oftast að framlengja, með því að þykjast vera í lélegu formi þegar að hann kom til nýja liðsis. Það keypti honum nokkrar vikur í þolþjálfum þar sem hann þurfti ekki að vinna með bolta og svo loks þegar að hann kom á æfingu og átti að byrja að spila fótbolta þá sparkaði hann nokkrum föstum skotum í átt að markinu og þóttist svo hníga niður af sársauka. Það veitti honum fleiri vikur hjá sjúkraþjálfurum, tíma sem hann þurfti ekki að æfa og sýna öllum hvað hann var lélegur í fótbolta. Hann átti líka vin sem var tannlæknir og fékk mörg plat læknisvottorð frá honum um alls konar meiðsli. Þegar að 3 mánaða prufusamingnum lauk hafði hann varla sparkað í bolta, og fékk því oft lengri samning til þess að ná sér og reyna að sanna sig. Því að þrátt fyrir allt þá leit Carlos út fyrir að vera atvinnumaður í fótbolta sem hefði verið á mála hjá mörgum frambærilegum liðum.

Með þessum stóra vinalista og þessari aðferð, fékk Carlos samninga hjá mörgum af bestu liðum Brasilíu. Liðum á borð við Botafogo, Flamengo, Vasco, Fluminese, America, Bangor og Palmeiras ásamt fleirum. Þetta var þó ekki eina trikkið sem Carlos notaði til þess að lengja knattspyrnuferil sinn eins og Ronaldo Torres, þolþjálfarinn hans hjá Botafogo rifjar upp „Hann talaði í risastóran farsíma eftir hverja einustu æfingu, á mjög kjánalegri ensku sem enginn skildi neitt í. Hann þóttist vera að tala við þjálfara og umboðsmenn í Evrópu en ég komst seinna að því að farsíminn var bara leikfang, hann var ekki að tala við einn né neinn“.

Síðar þegar að hann var á mála hjá Bangu, var hann settur á varamannabekkinn í leik gegn Cortiba. Þrátt fyrir að þjálfarinn, Móses, hefði lofað Carlos að hann myndi ekki þurfa að spila leikinn vegna meiðsla sem hann þóttist vera með. Í seinni hálfleik var honum svo skipað að fara að hita upp. Skokkandi meðfram hliðarlínunni, skíthræddur um að nú myndi komast upp um hann, stökk hann upp í stúku og byrjaði að slást við nokkra áhorfendur. Dómarinn tók eftir þessu og gaf honum rautt spjald áður en hann þurfti að koma inná. Carlos slapp með skrekkinn. Daginn eftir kallaði Móses hann inn til sín alveg snarbrjálaður á þessu hátterni. Carlos gaf upp þá skýringu á slagsmálunum að áhorfendurnir hefðu verið með niðrandi hróp og köll um þjálfarann og hann hefði stokkið upp í stúku til þess að verja heiður Móses. Þessu trúði hann og Carlos labbaði út af skrifstofu Móses eftir að hafa fengið koss á ennið og eins árs framlengingu á samningnum sínum.

Þegar að Carlos var búinn að flakka á milli liða í Brasilíu í nógu langan tíma ákvað hann að reyna fyrir sér erlendis. Hann hafði alltaf verið duglegur að tala við fjölmiðla, gefa blaðamönnum treyjur og fleira tengt liðunum sem hann var hjá og fékk því ósjaldan að tala sjálfan sig upp í blaðagreinum. Hann átti því safn af alls konar úrklippum um sig sem hann fór með til evrópu. Fyrir tíma internetsins var örugglega ekki erfitt að finna sér lið í evrópu ef þú varst brassi í góðu ástandi með lið eins og Vasco , Flamengo og Palmeiras á ferilskránni, og svo auðvitað stórt safn af blaðagreinum um þig í farteskinu. AC Ajaccio í frönsku fyrstu deildinni beit á agnið og stór hópur stuðningsmanna safnaðist fyrir á heimavelli liðsins fyrir til að sjá þegar að Carlos var kynntur. Búið var að koma fyrir nokkrum boltum á vellinum svo að nýji brasilíski snillingurinn gæti sýnt nokkra takta en okkar maður, vita gagnslaus með boltann í löppunum, reddaði sér með því að þruma boltunum upp í stúku til stuðninsmannanna og sýndi þeim svo hvað hann var í góðu formi með því að taka nokkra spretti og hringi á vellinum. Það var þó í Frakklandi sem hann spilaði í fyrsta sinn af og til leiki, oftast kom hann inná af varamannabekknum þegar að lítill tími var eftir. Hann laggði skónna á hilluna 39 ára gamall, eftir 20 ára atvinnumannaferil þar sem hann spilaði heila 30 leiki allt í allt.

Þrátt fyrir að hafa talað í plat farsíma á tungumáli sem enginn þekkti, var Carlos Henrique Kaiser blekkingarsnillingur, því menn enda ekki með 20 ára atvinnumannaferil nema kunna sitthvað fyrir sér í blekkingum. Hann vinnur þessa daganna við að þjálfa kraftlyftingar kvenna í heimaborg sinni Rio af einhverri stórfurðulegri ástæðu. Hann kom fram í viðtali hjá Jo Soarez, sem er nokkurskonar Jay Leno brasilíumanna þar sem hann sagðist hafa getað farið ennþá lengra í fótboltaheiminum en hann gerði, bara ef hann hefði nennt að æfa sig. Ég held samt að flestir sem hafi notið krafta hans á 20 ára ferlinum hans séu sammála um, að hann hafi faril allt, allt of langt

Kári Örn Hinriksson
Athugasemdir
banner
banner
banner