Reynslan af báðum hliðum
Ólafur Ingi Skúlason.
,,Óli hefur þrátt fyrir meiðsli og bakslög átt frábæran feril og mun halda því áfram, ekki bara útaf hæfileikum sínum en líka því hann hefur frábæran persónuleika. Hann hélt áfram, barðist og hefur fengið svo mikla reynslu.''
,,Óli hefur þrátt fyrir meiðsli og bakslög átt frábæran feril og mun halda því áfram, ekki bara útaf hæfileikum sínum en líka því hann hefur frábæran persónuleika. Hann hélt áfram, barðist og hefur fengið svo mikla reynslu.''
Björn Orri Hermannsson.
,,Bjössi vissi hvenær hann átti að hætta. Stundum á þetta bara ekki að gerast. Hann hafði kjark til að koma aftur heim. Hann hefði getað verið áfram og farið í þunglyndara ástand, ekki spilað og tekið við peningunum sínum, en hann gerði það ekki.''
,,Bjössi vissi hvenær hann átti að hætta. Stundum á þetta bara ekki að gerast. Hann hafði kjark til að koma aftur heim. Hann hefði getað verið áfram og farið í þunglyndara ástand, ekki spilað og tekið við peningunum sínum, en hann gerði það ekki.''
,,Venjulega bjuggu útlendu leikmennirnir á Chelsea Village, hótelinu á Stamford Bridge. Þetta olli reiði meðal þeirra ensku. Afhverju fengum við ekki að búa þar? Útlendingarnir fengu betri meðferð, við verðum að búa með fjölskyldunni okkar eða ferðast þangað.''
Þetta mál þegar efnilegur íslenskur leikmaður yfirgefur landið sitt vekur hjá mér mikinn áhuga. það eru hæfileikaríkir ungir leikmenn í þessu landi og vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar er draumurinn að ganga til liðs við enskt félag.
Ég var ungur leikmaður hjá einu af þeim stærstu, hjá Chelsea, og Ólafur Ingi Skúlason, Íslendingurinn sem hjálpaði mér að koma hingað, var ungur leikmaður hjá Arsenal. Síðan ég kom hingað hef ég orðið mjög góður vinur Björns Orra Hermannssonar, hann var 16 ára þegar hann fór frá Fylki til að ganga til liðs við Ipswich.
Hann á spennandi bróður sem heitir Hjörtur og er að fara héðan fljótlega til PSV og ég og Bjössi höfum oft rætt um reynslu okkar í æsku. Það er mjög sjaldgæft en um leið mjög heppilegt fyrir Hjört að bróðir hans geti hjálpað honum og leiðbeint honum í framtíðarvali sínu því hann hefur farið út og gert þetta. Það hafa ekki margir á svo viðkvæmum aldri, og sérstaklega ekki úr sömu fjölskyldunni.
Af samræðum okkar að dæma og eftir að hafa talað við Óla fær maður hugmynd um hvernig það er fyrir Íslending að vera á Englandi. Ég var Englendingurinn sem þeir gengu til liðs við þegar þeir komu og núna hafa hlutverkin snúist við, ég er Englendingurinn á Íslandi. Það er skrítið hvernig lífið kemur upp þessum kringumstæðum og maður getur bara lært og fullorðnast af því með reynslunni.
Íslendingar hafa frábæra enskukunnáttu, eitthvað sem hefur hjálpað mér mikið að aðlagast. Hinsvegar held ég að vegna þessa geri Íslendingar ráð fyrir að enska fólkið og enska fótboltamenningin sé alveg eins og á Íslandi. Svo er ekki. Við erum öðruvísi fólk, við höfum aðrar hugmyndir og skoðanir á hinum ýmsu hlutum, allt frá stefnumótum til siðareglna.
Bretar óttast hluti sem eru öðruvísi. Af reynslu minni að dæma að minnsta kosti. Þegar ég kom til Fram var sérstaklega vel tekið á móti mér. Mér fannst sem leikmennirnir, stjórinn og fólkið hjá félaginu vildi að mér liði eins og ég væri heima hjá mér. Þau vildu hjálpa mér og vildu öll að ég næði árangri hjá félaginu þeirra. Leikmennirnir foru frábærir. Þeir voru gríðarlega vingjarnlegir og góðhjarta.
Nú skal ég segja ykkur að þannig er það ekki á Englandi, allavega ekki af minni reynslu að dæma. Við útlendu leikmennina sem komu til Chelsea var ég kurteis en því miður ekkert meira en það. Leikmenn komu 16, 17, og 18 ára gamlir allstaðar að úr heiminum. Þeir voru bara samkeppni. Þessi samkeppni er feikileg þegar maður er að spila upp á framtíð sína. Ef maður er 16 ára og kemur frá Íslandi þá mun mönnum bregða við þetta.
Menn fara frá því að vera 'stór fiskur' í að vera ekki neitt, orðspor þitt á Íslandi gildir engu þegar þú hefur skrifað undir. Sem ungur útlendingur verðurðu að sanna þig fyrir Englendingum áður en þér verður 'tekið'.
Ef þér gengur illa með það þá getur þetta verið mjög erfitt. Eldri leikmenn reyna að ógna þér, munnlega eða með stórum tæklingum á æfingu. Jafnvel á Ítalíu kom þetta fyurir Hörð Magg hjá Juve. Sá sem keppir við hann um miðvarðarstöðuna slasaði hann. Þetta er atvinna, starf þitt og framtíð. Þetta myndi aldrei gerast hérna. Sem betur fer er hann frábær persónuleiki og kom sterkur til baka og ég er ánægður með það fyrir hans hönd.
Þegar það komu útlendingar kynnti ég mig en ég talaði ekkert við þá og það gerði eiginlega enginn. Ef þeir voru nógu heppnir til að eiga landa sem talaði tungumáli þeirra þá var það frábært. Það þýddi að við þurftum ekki að útskýra fyrir þeim hvað gekk á.
Venjulega bjuggu útlendu leikmennirnir á Chelsea Village, hótelinu á Stamford Bridge. Þetta olli reiði meðal þeirra ensku. Afhverju fengum við ekki að búa þar? Útlendingarnir fengu betri meðferð, við verðum að búa með fjölskyldunni okkar eða ferðast þangað. Maður sá þá sem voru á reynslu á skrifstofunni að hringja heim og hugsaði, ég er með samning, og ég fæ ekki ókeypis símtöl! Þeir spila ekki einu sinni fyirr okkur og þeir koma fram við þá eins og kónga! Þetta var afsökun fyrir því að væla. Ensku leikmennirnir elska að væla. Sumir meira en aðrir en þetta er nánast í DNA-inu hjá okkur. Því miður er ég ekki laus við þetta, eins og sumir andstæðingar mínir og dómarar í Pepsi deildinni munu bera vitni um, þó ég vildi að ég væri laus þetta.
Það sem maður lærir af reysnlunni er að það sem virðist frábært og gott fyrir útlendinga er allt annað en það. Bjössa var sagt að hann mætti hringja heim þegar hann vildi það. Einn daginn voru nokkur afmæli í fjölskyldunni svo hann hringdi aðeins oftar en venjulega heim. Eftir æfingu var hann kallaður inn á skrisftofu og sagt að reikningurinn væri of hár og að hann yrði að borga hann, þrátt fyrir að símtöl hafi verið í samningnum hans.
Það getur verið frábært að vera á hóteli í eina viku eða tvær en eftir það fer nýjabrumið af því eins og það gerir í fríum. Maður vill þægindin sem eru heima. En ef maður er einn, í öðru landi, þá er það ekki hægt. Þar getur góðvild liðsfélaganna hjálpað til, til að manni leiðist ekki og ég vildi að ég hafi reynt meira við það. Ég gerði bara ráð fyrir að það væri allt í lagi hjá útlendingunum. Að þeir væru að njóta sín og að félagið væri að passa upp á þá. Þegar ég lít til baka þá skammast ég mín fyrir að hafa ekki gert meira. Mér fannst ég gera nóg með því að vera kurteis. Ef útlendingarnir spurðu mig hvað væri í gangi á æfingu þá sagði ég þeim það og útskýrði, en ekkert meira.
Sá eini sem ég kynntist þegar ég spilaði fótbolta á Englandi og ég vildi gera hvað sem er fyrir er Íslendingur. Ég hefði átt að reyna miklu meira. Þegar þeir komu hefði ég átt að fara með þeim í verslunarferðir eftir æfingar, út á kaffihús eða í mar, bara eitthvað, hvað sem gæti hjálpað þeim að aðlagast.
Ég hef komist að því að litlir hlutir geta skipt sköpum. Þegar ég kom hingað var mér boðið í partýin og að kynnast strákunum utan æfingasvæðisins. Það hjálpar svo mikið. Þegar Bretarnir komu síðasta sumar fór ég með þeim út um allt, sýndi þeim markverða staði og bauð þeim inn á heimilið mitt. Það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hafði verið í þeirra stöðu fyrir fjórum árum síðan. Núna skil ég hvernig þetta var.
Þegar tíminn leið fór útlendu leikmennirnir að æfa meira og spila meira. Ef þeim gekk ekki vel þá pirraðist maður á þeim. Afhverju eru þeir hérna? Það eru betri leikmenn á Englandi. Hvernig getur hann spilað fyrir Ítalíu eða eitthvað... Það er ekki fyrr en maður lítur til baka að maður áttar sig á því að þessir leikmenn hafa kannski verið gríðarlega óhamingjusamir eða átt erfitt með að aðlagast.
Eins og Bjössi sagði, 'Ef þú ert ekki hamingjusamur, þá bætirðu þig aldrei'. Þeir sem töluðu ensku áttu auðvitað auðveldar með að aðlagast og gátu verið með liðinu og þroskað persónuleika sinn. Það var bara þá sem ég talaði meira við þá og kynntist þeim betur. Þá sá maður nýja hlið opnast á þeim. Um leið og þeim fannst þeir hluti af hópnum fóru þeir að þroskast bæði sem leikmenn og fótboltamenn. Auðvitað áttu sumir erfitt með að ná tungumálinu en þá voru þeir ekki hluti af hópnum.
Það er hrikalegt að sjá eftir hlutum
Þegar ég hef talað við Bjössa og Óla sér maður hina hliðina. Ég áttaði mig aldrei á hversu erfitt það hlýtur að hafa verið að fara frá fjölskyldu sinni 16 ára eins og Bjössi gerði eða aðeins eldri eins og Óli. Þetta var tími sem menn eru að þroskast bæði líkamlega og andlega. Frá dreng til manns. Þegar það er erfitt, hvert eiga menn þá að leita? Fjölskyldan þeirra er ekki þarna og þú vilt ekki valda þeim áhyggjum úr þúsunda mílna fjarlægð. Koma þeim í uppnám og láta þeim líða sem þau geti ekkert gert.
Maður getur ekki talað við félagið ef maður er einmana eða með heimþrá. Þeir munu telja þig vera ótraustan eða ekki nógu sterkan í hausnum og gætu skiliði mann eftir. Ef maður er ekki velkominn af hópnum getur þetta aukið verulega á vandamálin. Ef maður er ekki að spila þá hlýtur það að vera erfiðast. Æfa og vera svo skilinn eftir eða að vera meiddur er aldrei gaman en að gera það einn, með allan þennan tíma til að hugsa hlýtur að eyðileggja mann andlega. Maður gæti endað upp á aðfinnast sem draumurinn sé að sigla frá en stoltið segir manni, ég get ekki farið aftur, ég vil ekki líta út sem lúser.
Svo er það stríðnin. Ég hef sjálfur gaman af því að grínast og gera grín að þeim sem ég get gert það við. Þannig erum við Bretarnir og þetta er húmor sem mér finnst gaman af. Hinsvegar hef ég oft séð hlutina ganga of langt. Það er munur á því að grínast með vinum og að ráðast að mönnum. Við höfumj allir þrír lent í þessu og séð það og það þarf mjög sterkan karakter að ráða við það.
Ég hef séð hvern einasta þjálfara sem ég hef unnið með hjá félögum á Englandi, fyrir utan Brendan Rodgers, rífa mann í tætlur oft og iðulega fyrir framan hina leikmennina í búningsklefanum. Þetta er þeirra leið til að láta vita að 'ég er við stjórnvölinn'.
Óli sagði mér um daginn af strák sem hann spilaði með, sögu sem var einkennandi fyrir framkomu þjálfara og leikmanna. Leikmennirnir í liðinu kölluðu bandarískan gaur Regi. Hvorki Óli né strákurinn vissu afhverju svo Óli spurði ensku leikmennina afhverju hann var kallaður það. Regi Blinker, var orðtak fyrir að drulla upp á bak (eiga slæman leik). Hann var alltaf kallaður þetta og þegar þjálfarinn komst að því tók hann upp á þessu líka og fór hann að kalla hann Regi, í stað þes að segja: 'Hvaða rétt hefur þú til að kalla einhvern þessu?' Þetta var ungur maður, einn og reyndi að standa sig í útlöndum hjá stóru félagi. Þetta hlýtur að hafa eyðilagt sjálfstraust hans. Þetta er bara einelti en er alltaf að gerast.
Það er allavega reynsla mín og vina minna að England er kannski ekki besti staðurinn til að þroskast sem ungur fótboltamaður. Úrvalsdeildin er kannski staðurinn sem þú ferð á þegar þú hefur fest þig í sessi, eins og Grétar Rafn Steinsson gerði. Óli og Bjössi sjá ekki eftir ákvörðun sinni og eru þakklátir fyrir reynsluna sem þeir fengu á Englandi, bæði þá góðu og slæmu. Það er glamúrhlið á þessu sem menn kynnast og verðlaunin geta verið verulega. Hinsvegar er hin hliðin sem verður líka að taka í reikninginn, að læra af reynslu þeirra sem hafa farið þangað, og sjá til þess að þeirra bakslag verði ekki einhvers annars. Vonandi mun Hirti ganga vel.
Mamma Hjartar og Bjössa mun fara til Hollans sem mér finnst nauðsynlegt til að hjálpa honum að aðlagast. Fótboltastíllinn og viðhorf til unglingastarfs er frábært í Hollandi. Bestu ungu íslensku leikmennirnir, Jóhann Berg, Aron Einar og Kolbeinn Sigþórsson komu þar í gegn.
Það eru ekki margir Íslendingar sem koma upp á Englandi. Það er bara Gylfi Sig sem kemur upp í hugann. Úrvalsdeildarfélögin leggja ekki eins mikið í að búa til unga leikmenn. Peningarnir og pressan á stjórunum gerir það að verkum að það verður þannig. Svo þarf að glíma við menningalegu og fótboltalegu málin.
Ég ber mikla virðingu fyrir Óla og Bjössa á mismunadni vegu. Óli hefur þrátt fyrir meiðsli og bakslög átt frábæran feril og mun halda því áfram, ekki bara útaf hæfileikum sínum en líka því hann hefur frábæran persónuleika. Hann hélt áfram, barðist og hefur fengið svo mikla reynslu.
Bjössi vissi hvenær hann átti að hætta. Stundum á þetta bara ekki að gerast. Hann hafði kjark til að koma aftur heim. Hann hefði getað verið áfram og farið í þunglyndara ástand, ekki spilað og tekið við peningunum sínum, en hann gerði það ekki.
Þegar Bjössi sneri aftur lenti hann í öðru vandamáli, eitthvað sem ég kynntist á Englandi. Þegar maður fer í annað umhverfi svona ungur endar maður á að missa af jafnokum sínum. Ég og Bjössi vorum að reyna að búa til feril í fótboltanum, fylgja draumnum á erfiðu sviði og við aðstæður sem reyndu gríðarlega mikið á okkur. Menn verða að færa fórnir, og fara ekki út, borða alltaf rétt og svo framvegis. Þá kynnist maður því að það skilur mann enginn eða stöðuna sem maður er í. Þegar vinir manns eru að læra í mjög þægilegu menntunarumhverfi, fara út að skemmta sér, drekka og lifa streitulausu lífi er maður ekki að gera neitt af því.
Maður er að feta aðrar brautir svo þegar Bjössi kom aftur tók það hann allavega ár að aðlagast aftur. Hann þekkti varla kærustu sína, hún hafði þroskast sem persóna þegar hann var í burtu svo hún átti erfitt með að skilja það sem hann hafði gengið í gengum. Vinir hans höfðu þroskað persónuleika sinn á annnan veg og það tekur tíma að komast aftur í daglega lífið, það er erfitt.
Þarna þurfa íslensku félögin að sýna samhug í verki og hjálpa ungu leikmönnunum ef þeir vilja koma aftur. Hæileikar þeirra eru ekki horfnir. Þessir leikmenn þurfa bara tíma til að finna sig aftur innan sem utan vallar. Þolinmæði er lykilatriði en ef félögin eru tilbúin að hjálpa og vinna með þessum leikmönnum þá munu þau græða á því.
Sjá einnig:
Eldri pistlar frá Sam Tillen
Athugasemdir