Að þessu sinni var að ákveðið að við Fylkismenn, ásamt Fylkiskonum, skyldum halda til Portúgals í æfingaferð. Herrakvöld Fylkis spilar stóran þátt í að afla nægilegu fjárhagslegu bolmagni sem gerði okkur kleift að komast í þessa ferð, og fyrir hönd Fylkis vil ég þakka öllum þeim sem mættu þangað og stuðluðu að góðu málefni.
Meira »
Andre Villas-Boas var rekinn frá Chelsea þann 4. mars síðastliðinn í kjölfar óviðunandi árangurs liðsins og samstöðuleysis í búningsklefanum. Leikmennirnir stóðu ekki allir á bak við hann og því fór sem fór. Aðstoðarþjálfarinn Roberto Di Matteo hélt hinsvegar velli, færðist í skipstjórahlutverkið og virðist hafa siglt skútunni upp úr þeirri lægð sem hún var búin að sökkva dýpra og dýpra í á fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Meira »
Í flestum íþróttum í dag er mikið notast við tónlist til að ná réttu spennustigi fyrir leik eða keppni. Þegar við sjáum keppendur mæta til leiks á keppnisstaði eru nánast allir með heyrnartólin á sér að hlusta á sína tónlist en gríðarlega misjafnt er hvað menn hlusta á því það er misjafnt hvað menn þurfa til að koma sér í rétta gírinn. Mörg dæmi eru um lið og einstaklinga sem hafa talað um hvernig tónlist hjálpaði eða dró þá jafnvel niður fyrir keppni. Mig langaði aðeins að skoða hvers konar tónlist fólk er að spila og fara líka aðeins yfir hvernig þetta er hjá okkur í Sunny Kef.
Meira »
Eftir langt og strangt tímabil er nú tæpur mánuður í að leikmenn í neðri deildunum á Englandi geti sett tærnar upp í loft og skellt sér í sumarfrí. Toppbaráttan í ensku Championship deildinni er æsispennandi en þegar sjö umferðir eru eftir er ljóst að baráttan um tvö örugg sæti í ensku úrvalsdeildinni mun standa á milli þriggja félaga.
Meira »
Íslandsmótið í fótbolta fer ekki fram í febrúar og mars. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi og eins og venjan er í fótbolta hefur gengi liða Pepsi-deildarinnar verið ansi misjafnt.
Áherslur liðanna eru misjafnar, sum lið hafa ekki fengið alla útlendingana sína, sum hafa verið mjög óheppin með meiðsli á meðan önnur virðast bara vera tilbúin í átökin. Síðustu daga hef ég hlerað stuðningsmenn úr hverju liði í deildinni og skoðaði aðeins hvernig fólkinu í stúkunni lýst á komandi sumar. Meira »
Áherslur liðanna eru misjafnar, sum lið hafa ekki fengið alla útlendingana sína, sum hafa verið mjög óheppin með meiðsli á meðan önnur virðast bara vera tilbúin í átökin. Síðustu daga hef ég hlerað stuðningsmenn úr hverju liði í deildinni og skoðaði aðeins hvernig fólkinu í stúkunni lýst á komandi sumar. Meira »
Samkvæmt nýjustu tölum er Ísland í 121.sæti á heimslista FIFA og eins ótrúlegt og það má virðast jafnvel lægra á listanum en Færeyjar. Þrátt fyrir að Íslendingar telji aðeins í kringum 320.000 manns ætti þetta ekki að vera viðunandi staða. Teymi Guðjóns Þórðar heyrir fortíðinni til, styggjandi stóru strákana og nálægt því að komast á stórmót. Epískri baráttu gegn Frakklandi með ævintýralegu marki Framarans Rikka Daða hefur verið skipt út fyrir sívaxandi vonbrigði og tap gegn Liechtenstein, já Liechtenstein! Ég er ekki Íslendingur en samt fer ástandið í taugarnar á mér, svo hver sá sem hefur dropa af víkíngablóði í æðum ætti að vera gríðarlega ósáttur með stöðuna. Hvernig gat Ísland sokkið svo djúpt?
Meira »
Tímabilið í ár í Serie-A hefur verið með skemmtilegri tímabilum síðari ára. Velgengni ítalskra liða í Meistaradeildinni sýnir að deildin er að ná fyrri styrk á ný þótt hún eigi enn nokkuð eftir í land. Deildin er hnífjöfn og baráttu er að finna um titilinn, Evrópusæti sem og um að halda sér í deildinni.
Meira »
Okkar ástkæri fótbolti er fyrirferðamikill í fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hefur jákvæð umfjöllun þó verið af skornum skammti og því var tími til kominn að íþróttin næði að sýna sitt rétta andlit, jú eins og við þekkjum hana.
Meira »
Þeir voru algjörlega bugaðir stuðningsmennirnir sem ég hitti í Blackburn fyrir áramót þegar ég fór á leik Blackburn og West Brom. Þeir mættu á völlinn af skyldurækni frekar en til ánægju.
Ekkert nema fall blasti við liðinu. Steve Kean var talinn í sama gæðaflokki sem knattspyrnustjóri og Ronald McDonald. Indversku kjúklingabændurnir voru hættir að þora að mæta á völlinn. Ekki einn einasti stuðningsmaður virtist trúa því að liðið gæti bjargað sér. Meira »
Ekkert nema fall blasti við liðinu. Steve Kean var talinn í sama gæðaflokki sem knattspyrnustjóri og Ronald McDonald. Indversku kjúklingabændurnir voru hættir að þora að mæta á völlinn. Ekki einn einasti stuðningsmaður virtist trúa því að liðið gæti bjargað sér. Meira »
Ég er einn af þeim sem segir að Leo Messi sé sá besti. Ég minnist ekki einu sinni á Ronaldo í þessu samhengi. Messi er hundrað skrefum framar en Ronaldo.
Meira »
Það eru margir frasar sem eru sífellt notaðir í íþróttum. Æfingin skapar meistarann, einn leikur í einu, ertu blindur dómari, svona til að nefna nokkra. Einn af mínum uppáhaldsfrösum er þegar talað er um meistaraheppni. Ég veit ekki um neitt lið eða einstakling sem hefur orðið meistari á heppni. Það væri heppni ef að boltinn stefndi í bláhornið hjá þér og fugl kæmi fljúgandi fyrir skotið á síðustu stundu. Það þyrfti líka að gerast nokkra leiki í röð vegna þess að enginn verður meistari á því að vinna einn leik.
Meira »
Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar UMFG á dögunum fyrir árið 2011 kom fram að deildin skilaði 9 milljóna hagnaði og er hún nánast skuldlaus.
Meira »
Þetta mál þegar efnilegur íslenskur leikmaður yfirgefur landið sitt vekur hjá mér mikinn áhuga. það eru hæfileikaríkir ungir leikmenn í þessu landi og vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar er draumurinn að ganga til liðs við enskt félag.
Meira »
Eigendur knattspyrnufélaga eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það eru til eigendur sem eru alvöru knattspyrnuaðdáendur og njóta andrúmloftsins á leikdegi en aðrir eru eingöngu í þeim erindagjörðum að græða pening, þvo peninga, ráðskast með fólk eða gera sig að fífli. Það er í raun merkilegt, hvað mikið af ríkum heimskum mönnum hafa flætt inn í knattspyrnuna.
Meira »
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á morgun laugardag á Hilton hótelinu. Þar verður meðal annars fjallað um tillögu þess að fjölga deildum úr fjórum í fimm.
Það eru Leiknismenn og dótturfélag þeirra KB sem koma með tillöguna og ætla ég að rýna í kosti hennar og helstu rök þess af hverju hún ætti að vera samþykkt. Meira »
Það eru Leiknismenn og dótturfélag þeirra KB sem koma með tillöguna og ætla ég að rýna í kosti hennar og helstu rök þess af hverju hún ætti að vera samþykkt. Meira »
Laugardaginn 11. febrúar fer fram 66. ársþing KSÍ. Þau tímamót eru nú í íslenskri knattspyrnusögu að 100 skipulögð keppnisár eru að baki. Glæst fortíð sem allir unnendur íþróttarinnar geta verið stoltir af.
Meira »
Enski bikarinn hefur bæði veitt manni óendanlega gleði og örvæntingu. Fyrir mig persónulega, sem stuðningsmann og leikmann, hefur bikarinn enn þann dag í dag ævintýralegan blæ sem elsta bikarkeppni heims. Í kjölfar síaukinna vinsælda Meistaradeildarinnar og þeirra peninga sem henna fylgja hefur vægi bikarsins því miður minnkað í augum sumra. Mikilvægi þess að enda í einu af fjórum efstu sætunum hefur bitnað á þessari frábæru hefð og þykir mér það miður. Ég get ekki ímyndað mér neinn leikmann, nema þá sem eru málaliðar sem eltast einungis við peninga, sem myndi frekar kjósa að enda í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar heldur en að spila á Wembley fyrir framan 90.000 manns. Þegar uppi er staðið, þá geturðu valið hvort þú sýnir barnabörnunum hvar þú endaðir í deildinni eða þú getur sýnt þeim gullmedalíu… Ég veit allavega hvaða arfleifð ég myndi velja, þó að ég verði reyndar aldrei í þeirri stöðu að gera ákveðið það.
Meira »
Hópur af íslenskum golfvalla- og knattspyrnuvallastarfsmönnum hélt nýverið til Englands þar sem farið var á sýningu og ráðstefnu tengda slíkum málum.
Undirritaður var einn af þeim sem var með í för og eyddi tveim síðustu dögum ferðarinnar í að skoða þrjá velli hjá neðrideildarliðum í Englandi. Meira »
Undirritaður var einn af þeim sem var með í för og eyddi tveim síðustu dögum ferðarinnar í að skoða þrjá velli hjá neðrideildarliðum í Englandi. Meira »
Tvö gríðarlega umtöluð mál komu upp á enskum fótboltavöllum seint á síðasta ári. Í fyrra málinu var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum en í því síðara var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum.
Þessi tvö mál voru svo sett í tvo misjafna farvegi. Tilviljun? Það er enginn að fara að segja mér það. Meira »
Þessi tvö mál voru svo sett í tvo misjafna farvegi. Tilviljun? Það er enginn að fara að segja mér það. Meira »