Það að félagaskiptaglugginn sé lokaður stoppar ekki Nottingham Forest - svo sannarlega ekki.
Félagið verslaði inn eins og enginn væri morgundagurinn í sumar, og núna hefur félagið bætt ofan á það með því að semja við bakvörðinn Serge Aurier.
Félagið var búið að ná samkomulagi við hann áður en glugginn lokaði en það tók langan tíma fyrir hann að fá atvinnuleyfi. Það er loksins komið núna.
Aurier, sem er 29 ára gamall, er fyrrum leikmaður Tottenham, PSG, Villarreal og fleiri félaga.
Hann lék á síðustu leiktíð með Villarreal á Spáni en er núna mættur aftur til Englands og mun leika með nýliðum Forest sem hafa farið ágætlega af stað í ensku úrvalsdeildinni.
Our new no. 2⃣4⃣ pic.twitter.com/Yvn8XeI2dE
— Nottingham Forest FC (@NFFC) September 15, 2022
Athugasemdir