Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 09. september 2012 17:12
Elvar Geir Magnússon
Aron Jóhannsson: Væri erfitt að segja nei við Klinsmann
Aron í leik með U21-landsliðinu.
Aron í leik með U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
New York Times fjallar um Aron Jóhannsson á vefsíðu sinni en Aron hefur farið á kostum með AGF í dönsku deildinni. Liðið leikur 4-4-2 og hefur Aron fundið sig vel í fremstu víglínu.

Eins og fram hefur komið á Aron möguleika á því að leika með bandaríska landsliðinu þar sem hann fæddist í Alabama þar sem foreldrar hans voru við nám.

„Í sannleika sagt þá hef ég aldrei hugsað út í það að spila fyrir bandaríska landsliðið," segir Aron.

„Ég hef búið á Íslandi nánast allt mitt líf. Það hefur alltaf verið markmið að spila fyrir íslenska landsliðið. Ef Jurgen Klinsmann (þjálfara bandaríska liðsins) myndi hringa og segjast vilja fá mig til að spila fyrir Bandaríkin þá yrði ansi erfitt að segja nei."

Smelltu hér til að lesa greinina um Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner