Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 03. júní 2014 10:05
Fótbolti.net
Úrvalslið 6. umferðar - Sandqvist valinn í þriðja sinn
Halldór Kristinn Halldórsson var mjög öflugur í vörn Keflavíkurliðsins.
Halldór Kristinn Halldórsson var mjög öflugur í vörn Keflavíkurliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Atli Viðar Björnsson og Pétur Viðarsson eru í liðinu.
Atli Viðar Björnsson og Pétur Viðarsson eru í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sjöttu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær og hér að neðan má sjá úrvalslið hennar, Keflavík og Fjölnir gerðu jafntefli og eiga Keflvíkingar tvo fulltrúa í liðinu. Jonas Sandqvist er í markinu en þetta er í þriðja sinn sem hann er í úrvalsliðinu.

Viktor Bjarki Arnarsson átti frábæran leik á miðjunni hjá Fram gegn KR þó það hafi dugað skammt þar sem KR vann 3-2 sigur. Haukur Heiðar Hauksson og Baldur Sigurðsson, leikmenn KR, veita Viktori félagsskap í úrvalsliðinu.

Brynjar Gauti Guðjónsson var góður í vörn ÍBV sem gerði jafntefli við Þór og þeir Mads Nielsen og Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val fá sæti eftir 1-0 sigur gegn Fylki.

FH-ingum gengur erfiðlega að skora mörk en náðu 1-0 sigri gegn Víkingi. Pétur Viðarsson og Atli Viðar Björnsson eru fulltrúar Hafnarfjarðarliðsins.

Þá sýndi Veigar Páll Gunnarsson frábær tilþrif og var valinn maður leiksins þegar Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í kveðjuleik Ólafs Kristjánssonar.



Úrvalslið 6. umferðar:
Jonas Sandqvist - Keflavík

Haukur Heiðar Hauksson - KR
Halldór Kristinn Halldórsson - Keflavík
Brynjar Gauti Guðjónsson - ÍBV
Mads Nielsen - Valur

Pétur Viðarsson - FH
Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Baldur Sigurðsson - KR
Viktor Bjarki Arnarsson - Fram

Atli Viðar Björnsson - FH
Veigar Páll Gunnarsson - Stjarnan

Fyrri úrvalslið:
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner