Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 16. júní 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Gerði rútuferðina skemmtilegri
Leikmaður 6. umferðar - Ben Griffiths (Tindastóll)
Ben Griffiths.
Ben Griffiths.
Mynd: Tindastóll
„Það var frábært tilfinning að landa fyrsta sigrinum. Liðið hefur lagt hart að sér undanfarna viku og strákarnir verðskulduðu þrjú stig," sagði Ben Griffiths leikmaður 6. umferðar í 2. deild karla.

Ben var frábær á miðjunni í 2-1 sigri Tindastóls á Sindra. Ben skoraði tvö mörk úr aukaspyrnu en í fyrra markinu fór boltinn reynar í stöngina og þaðan í bakið á markverðinum og inn.

„Ég held að það sé búið að dæma fyrra markið sem sjálfsmark. Ég var ekki í viss um það hvort að boltinn hefði farið í stöngina og inn eða í stöngina og í bakið á leikmanni Sindra. Þetta hjálpaði okkur allavega að vinna svo ég er sáttur."

Þetta var fyrsti sigur Tindastóls á tímabilinu og leikmenn liðsins gátu verið ánægðir eftir 1300 kílómetra ferð í rútu um helgina. „Þetta gerði rútuferðina aftur á Sauðárkrók skemmtilegri," sagði Ben.

Tindastóll er eftir sigurinn í ellefta sæti deildarinnar en hvað getur liðið náð langt í sumar? „Við tökum bara einn leik í einu. Við höfum gott lið og verðum að halda áfram. Við einbeitum okkur bara að því að vinna næsta leik."

Ben er frá Englandi en hann kom til Tindastóls í fyrarsumar og líkar vel á Króknum.

„Það er frábært að vera þar. Fólk hefur verið mjög vinalegt og boðið mig velkominn," sagði Ben.

Sjá einnig:
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner