Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 23. júní 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Yrði virkilega gaman að afsanna þessa spá
Leikmaður 7. umferðar - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Halldór Logi Hilmarsson (til hægri).
Halldór Logi Hilmarsson (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór í leik í 1. deildinni 2013.
Halldór í leik í 1. deildinni 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var mjög ánægður með leikinn. Það var mjög sterkt að ná í þrjú stig á útivelli eftir langa bið ásamt því að halda hreinu annan leikinn í röð," segir Halldór Logi Hilmarsson leikmaður KF um 2-0 sigur liðsins á Hetti um helgina.

Halldór Logi átti góðan dag á kantinum hjá KF í leiknum en hann er leikmaður umferðarinnar í 2. deildinni.

„Þetta var langt frá því að vera auðveldur leikur. Lið Hattar er skipað stórum og sterkum leikmönnum og þurftum við að hafa mikið fyrir sigrinum. Að mínu mati voru allir að spila vel og myndi standa „Lið umferðarinnar" ef ég fengi að ráða. Þegar á heildina er litið myndi ég þó segja að það hafi verið barátta og skipulag sem skóp sigurinn."

Þetta var annar sigur KF í röð eftir erfiða byrjun á mótinu þar sem liðið var án sigurs í fimm leikjum. „Þetta er virkilega kærkomið en verðskuldað. Við erum að leggja hart að okkur og höldum vonandi áfram að uppskera eftir því."

Örn Elí Gunnlaugsson, 19 ára, stýrði KF á laugardaginn þar sem að Jón Kristjánsson var fjarverandi.

„Ég viðurkenni að það var svolítið sérstakt en Örn Elí hefur staðið sig með prýði við hlið Jóns þjálfara og hann skilur leikinn."

„Það bera allir í liðinu virðingu fyrir honum og hann á eftir að standa sig vel, hvort sem það verður inni á vellinum eða á hliðarlínunni."


KF var spáð neðsta sætinu í 2. deildinni í sumar en eftir sjö umferðir er liðið í áttunda sæti deildarinnar. „Það yrði virkilega gaman að afsanna þessa spá sem birtist hér fyrir sumarið," sagði Halldór Logi að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Athugasemdir
banner
banner
banner