Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 25. ágúst 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: ISF 
Joaquin vill fara heim: Vilja þeir taka gleðina frá mér?
Þegar allt lék í lyndi.
Þegar allt lék í lyndi.
Mynd: Getty Images
Joaquin var í liði Real Betis sem mætti Chelsea í Meistaradeildinni tímabilið 2005-06.
Joaquin var í liði Real Betis sem mætti Chelsea í Meistaradeildinni tímabilið 2005-06.
Mynd: Getty Images
Joaquin er 34 ára gamall spænskur kantmaður sem ólst upp hjá Real Betis en hefur einnig spilað fyrir Valencia, Malaga og nú er hann leikmaður Fiorentina.

Hjá Fiorentina var Joaquin byrjunarliðsmaður í eitt og hálft tímabil, þangað til hann var settur á sölulista og látinn æfa aðskilinn frá aðalliðinu.

Real Betis er búið að tilkynna áhuga sinn á að fá Joaquin aftur í sínar raðir en félagið, sem er nýkomið aftur upp í spænsku efstu deildina, getur ekki borgað þær 5 milljónir evra sem Fiorentina vill fá.

„Ég er búinn að taka mína ákvörðun, það eina sem ég vil er að fara aftur heim," var meðal þess sem Joaquin skrifaði á Instagram og sagði í viðtali við Firenzeviola.it.

„Ég er búinn að vera á sölulistanum frá því á síðasta ári þegar ég mátti ekki æfa með aðalliðinu og ég skil ekki hvers vegna Fiorentina er að gera mér þetta, af hverju leyfa þeir mér ekki að fara?

„Allir eru að segja við mig að það sé eðlilegt að fá heimþrá. Ég hef viljað snúa aftur til Betis síðan ég var seldur þaðan.

„Hjartað mitt segir mér að fara til Betis. Þar er fjölskyldan mín og allir vinir. Ég hélt að þetta yrði ekkert vandamál, af hverju vilja þeir taka þessa gleði frá mér?

„Ef þetta er gott og gáfað fólk þá hlýtur það að skilja að ég hef verið atvinnumaður í knattspyrnu í 16 ár og vil fara heim. Ég hef gefið mig allan þessi tvö ár sem ég hef verið leikmaður Fiorentina og hef alltaf sýnt mikla fagmennsku."


Umboðsmaður Joaquin segir Betis hafa boðið 200 þúsund evrur í Joaquin, sem er aðeins brotabrot af þeim 5 milljónum sem Fiorentina heimtar fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner