FH steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í 19. umferð Pepsi-deildarinnar sem lauk í kvöld. Hér að neðan má sjá úrvalslið umferðarinnar en á morgun opinberum við hver fær titilinn leikmaður umferðarinnar.
Þjálfari umferðarinnar er Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sem gat leyft sér að brosa eftir 1-0 sigur gegn Fylki. Stjörnuliðið naut þess að spila í flóðljósunum og átti skemmtilegar sóknir þó markið hafi bara verið eitt.
Þjálfari umferðarinnar er Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sem gat leyft sér að brosa eftir 1-0 sigur gegn Fylki. Stjörnuliðið naut þess að spila í flóðljósunum og átti skemmtilegar sóknir þó markið hafi bara verið eitt.
Tveir leikmenn Stjörnunnar fá sæti í liðinu, miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson og miðjumaðurinn Þorri Geir Rúnarsson.
Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik ÍA og KR. Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, var maður leiksins og er í liðinu ásamt Ármanni Smára Björnssyni.
2-2 jafntefli varð í leik Víkings og Breiðabliks. Igor Taskovic er fulltrúi Víkings og Höskuldur Gunnlaugsson, sem skoraði í leiknum, er fulltrúi Blika.
Fjölnir vann dramatískan sigur gegn Leikni þar sem Guðmundur Karl Guðmundsson var maður leiksins en hann fær sæti í hægri bakverði í okkar liði. Bestur Leiknismanna var Hilmar Árni Halldórsson sem skoraði mark og átti stoðsendingu.
Steven Lennon var á skotskónum þegar FH vann 3-1 sigur gegn ÍBV en Emil Pálsson veitir honum félagsskap í liðinu. FH er komið með góða forystu í deildinni og fátt getur komið í veg fyrir að liðið verði Íslandsmeistari.
Þá er Patrick Pedersen í úrvalsliðinu en Daninn skoraði tvívegis þegar Valur vann 3-2 sigur gegn Keflavík.
Fyrri úrvalslið:
18. umferð
17. umferð
16. umferð
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir