15. umferð Pepsi-deildarinnar er að baki og þá er komið að því að opinbera úrvalslið umferðarinnar. Margir voru tilkallaðir en aðeins er pláss fyrir ellefu.
Þjálfari umferðarinnar er Ásmundur Arnarsson sem var augljóslega ansi létt eftir að hafa landað fyrsta sigrinum með ÍBV. Eyjamenn fóru í Breiðholtið og unnu 2-0 útisigur gegn Leikni í fallbaráttuslag. Breiðhyltingar sendir í fallsætið.
Þjálfari umferðarinnar er Ásmundur Arnarsson sem var augljóslega ansi létt eftir að hafa landað fyrsta sigrinum með ÍBV. Eyjamenn fóru í Breiðholtið og unnu 2-0 útisigur gegn Leikni í fallbaráttuslag. Breiðhyltingar sendir í fallsætið.
Eyjamenn eiga tvo leikmenn í liði umferðarinnar. Abel Dhaira átti fjölmargar markvörslur og Spánverjinn Sito hélt sýningu og skoraði tvívegis.
Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli. Gunnar Nielsen í marki Stjörnunnar var besti leikmaður heimamanna en því miður er bara eitt pláss í markinu. Hallgrímur Mar Steingrímsson var bestur hjá Víkingum en hann hefur verið magnaður síðan hann kom úr meiðslum og er í liðinu. Haxgrímur skoraði mark Víkinga.
Breiðablik vann Val 1-0 á Laugardalsvelli í gær. Miðverðir Breiðabliks, Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason áttu mjög góðan leik og er sá síðarnefndi í úrvalsliðinu. Besti leikmaður Vals var klárlega Bjarni Ólafur Eiríksson, öflugur í vörn og sókn.
Það var erfið fæðing hjá KR-ingum gegn Fylki en þeir unnu á endanum 2-0 sigur. Skúli Jón Friðgeirsson og Pálmi Rafn Pálmason eru í liðinu. Ásgeir Börkur Ásgeirsson var bestur Árbæinga en rétt missir af sæti í úrvalsliðinu.
Keflavík náði loksins í stig með 1-1 jafntefli gegn Fjölni. Frans Elvarsson var maður leiksins og Fjölnismaðurinn Kennie Chopart var öflugastur leikmanna Grafarvogsliðsins.
Síðast en ekki síst eru það fulltrúar toppliðsins. FH vann 3-2 sigur gegn ÍA þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og þá var lágvaxni Belginn Jeremy Serwy einnig afar góður.
Fyrri úrvalslið:
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir