Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 29. júlí 2015 09:30
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar: Tveir Stjörnumenn í sóknarlínunni
Gunnlaugur Jónsson þjálfari umferðarinnar
Viktor Örn Margeirsson er í úrvalsliðinu eftir fyrsta leik í efstu deild.
Viktor Örn Margeirsson er í úrvalsliðinu eftir fyrsta leik í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeppe Hansen skoraði tvö gegn ÍBV.
Jeppe Hansen skoraði tvö gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrettánda umferð Pepsi-deildarinnar var ansi dreifð en hún var leikin á alls fjórum leikdögum. Umferðinni lauk í gær þegar FH vann útisigur gegn Keflavík.

Maður leiksins var Emil Pálsson sem lék á miðri miðjunni að þessu sinni og skoraði fyrsta mark leiksins. Hann er í úrvalsliði umferðarinnar sem sjá má hér að neðan.



Sjónvarpsleikur umferðarinnar var alls engin flugeldasýning, markalaust jafntefli KR og Breiðabliks. Þrír úr leiknum komast þar í úrvalsliðið, allt menn í varnarhlutverki. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, stendur í rammanum.

Viktor Örn Margeirsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild en bróðir hans er Finnur Orri, atvinnumaður hjá Lilleström. Viktor var glæsilegur í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki en fær pláss í vinstri bakverði úrvalsliðsins. Annar Bliki er í liðinu, Oliver Sigurjónsson hefur átt frábært sumar þekkir það að vera í úrvalsliðinu.

Tveir Skagamenn eru í vörninni eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Leikni í sex stiga botnbaráttuslag; Ármann Smári Björnsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson. Þá útnefnum við Gunnlaug Jónsson sem þjálfara umferðarinnar en hann heldur áfram að leggja liðin í kringum sig.

Varnarmaðurinn Milos Zivkovic hjá Víkingi var valinn maður leiksins í óvæntum 1-0 útisigri gegn Val í tilþrifalitlum leik. Fjölnir fór á kostum gegn Fylki í Árbænum og vann 4-0 útisigur. Þar voru Kennie Chopart og Þórir Guðjónsson með sýningu og eru í úrvalsliðinu.

Að lokum eru Ólafur Karl Finsen og Jeppe Hansen hjá Stjörnunni í liðinu en Stjarnan vann sinn fyrsta heimasigur á tímabilinu þegar ÍBV lá í valnum á laugardag 3-1.

Fyrri úrvalslið:
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner