Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. maí 2015 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 5. umferðar: Oliver aðra umferðina í röð
Jacob sýndi lipra takta í leiknum gegn ÍBV.
Jacob sýndi lipra takta í leiknum gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn íslenski Messi, Þórir Guðjónsson.
Hinn íslenski Messi, Þórir Guðjónsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Úrvalslið 5. umferðar Pepsi-deildarinnar er hér að neðan en umferðin fór fram í gær og í fyrradag. Domino's býður upp á úrvalsliðið og leikmann umferðarinnar sem kynntur verður síðar í dag.

Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru þjálfarar umferðarinnar í annað sinn í sumar. Leiknisliðið vann Víkinga 2-0 á heimavelli þar sem game-plan Leiknis gekk nánast 100% upp. Þjálfarnir greinilega búnir að undirbúa liðið vel. Leiknir með átta stig að loknum fimm umferðum. Það verður að teljast gott hjá nýliðum.


Hinn færeyski Gunnar Nielsen er í markinu. Hann var besti leikmaður Stjörnunnar í 1-1 jafntefli gegn FH og varði á tíðum meistaralega. Hann sýndi í leiknum, afhverju Rúnar Páll kaus að fá hann til Íslands rétt fyrir tímabilið.

Í fimm manna vörn eru tveir vinstri bakverðir. Gunnar Þór Gunnarsson tekur það á sig að spila í hægri bakverðinum en hann átti flottan leik í bakverðinum og lagði svo upp sigurmark KR tíu mínútum fyrir leikslok. Leiknismenn héldu hreinu gegn Víkingum og eiga tvo varnarmenn í liðinu, þá Óttar Bjarna Guðmundsson og Charley Fomen sem skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Auk þeirra eru Brynjar Gauti Guðjónsson og Elfar Freyr Helgason í hjarta varnarinnar.

Í þriggja manna miðju eru þeir Davíð Þór Viðarsson, Oliver Sigurjónsson og Daninn, Jacob Schoop. Þeir áttu allir virkilega góðan leik í umferðinni og stjórnuðu umferðinni hjá sínu liði.

Í fremstu víglínu er síðan Albert Brynjar Ingason sem skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Fylki og hinn íslenski Messi, Þórir Guðjónsson sem skoraði eitt flottasta mark umferðarinnar, þegar hann fór framhjá nokkrum varnarmönnum Vals áður en hann lagði boltann framhjá Antoni Ara í marki Vals.

Fyrri úrvalslið:
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner