Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 23. júní 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 9. umferðar: Kristinn Freyr þriðju umferðina í röð
Kristinn Freyr er kominn með áskrift að úrvalsliðinu.
Kristinn Freyr er kominn með áskrift að úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson hefur leikið vel í síðustu leikjum.
Almarr Ormarsson hefur leikið vel í síðustu leikjum.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Níundu umferð Pepsi-deildarinnar er lokið en leikið var á sunnudag og í gær. Leikmaður umferðarinnar verður opinberaður síðar í dag en fyrst er komið að úrvalsliðinu í boði Domino's.

Víkingarnir Milos Milojevic og Ólafur Þórðarson eru þjálfarar umferðarinnar. Þó Óli hafi verið í banni þegar 2-0 sigur vannst gegn Fjölni þá tók hann að sjálfsögðu virkan þátt í undirbúningnum.


Víkingur á einnig tvo leikmenn í liðinu, það eru miðvörðurinn Milos Zickovic og sóknarmaðurinn Rolf Toft sem einmitt skoraði fyrra markið.

Í varnarlínu úrvalsliðsins að þessu sinni ráða miðverðirnir ríkjum! Fjórir miðverðir eru í liðinu. Hafsteinn Briem var bestur hjá ÍBV í 1-1 jafntefli gegn Val, Elfar Freyr Helgason heldur áfram að spila vel fyrir Breiðablik og Kassim Doumba átti miög góðan leik í toppslag FH og Blika en hann skoraði einmitt jöfnunarmark í blálokin.

Skagamenn unnu gríðarlega góðan 4-2 sigur gegn Keflavík og sýndu að þeir geta vel sett inn mörk án Garðars Gunnlaugssonar! Árni Snær Ólafsson átti mjög góðan leik í markinu og Ásgeir Marteinsson skoraði annan deildarleikinn í röð.

Á miðjunni má finna Ásgeir Börk Ásgeirsson sem var maður leiksins í 1-1 jafntefli Fylkis gegn Leikni og í jafntefli Vals og ÍBV var Kristinn Freyr Sigurðsson maður leiksins. Kristinn er í úrvalsliðinu þriðju umferðina í röð!

Almarr Ormarsson og Sören Frederiksen eru fulltrúar KR í liðinu eftir 1-0 útisigur gegn Stjörnunni sem áfram heldur að ströggla. Fleiri KR-ingar bönkuðu á dyrnar, þar á meðal Pálmi Rafn Pálmason.

Fyrri úrvalslið:
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner