Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 21. ágúst 2015 22:25
Elvar Geir Magnússon
Lið 16. umferðar: Oliver í sjötta sinn
FH á þrjá leikmenn í liðinu og þjálfarann
Heimir er þjálfari umferðarinnar.
Heimir er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enginn hefur verið valinn oftar en Oliver Sigurjónsson úr Breiðabliki.
Enginn hefur verið valinn oftar en Oliver Sigurjónsson úr Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferðinni lauk loksins í kvöld, sólarhring á eftir áætlun! Hér að neðan má sjá úrvalslið umferðarinnar en á mánudaginn verður leikmaður umferðarinnar opinberaður.

Þjálfari umferðarinnar er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Hafnarfjarðarliðið er á toppnum og sýndi sinn besta takt þegar það rúllaði yfir ríkjandi Íslandsmeistara Stjörnunnar 4-0.



Að auki eiga FH-ingar þrjá leikmenn í úrvalsliðinu; bakverðina Jonathan Hendrickx og Böðvar Böðvarsson auk þess sem markahrókurinn Atli Viðar Björnsson er í sóknarlínunni.

Úrvalsliðið ætlar að skora mörk og því er Jonathan Glenn úr Breiðabliki að sjálfsögðu í liðinu en hann skoraði þrennu gegn ÍA. Oliver Sigurjónsson sem hefur átt frábært sumar er á miðjunni. Oliver hefur sex sinnum í sumar verið í úrvalsliðinu en hann og Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val tróna þar á toppnum saman.

Sindri Kristinn Ólafsson stendur í rammanum þrátt fyrir að hafa fengið þrjú mörk á sig. Þessi ungi markvörður Keflavíkur átti nokkrar ótrúlegar vörslur í 3-3 jafnteflinu gegn Fylki auk þess að verja vítaspyrnu.

Óttar Bjarni Guðmundsson var besti leikmaður Leiknis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi og Rolf Toft var bestur hjá andstæðingunum. Gunnar Már Guðmundsson var valinn maður leiksins þegar Fjölnir gerði 1-1 jafntefli gegn Val. Spilaði sem framherji en er á miðjunni í úrvalsliðinu.

Avni Pepa og Sito voru þrusuflottir þegar ÍBV náði mikilvægu stigi gegn KR. Úrslitin vonbrigði fyrir KR-inga sem eru að stimpla sig úr titilbaráttunni... eða hvað?

Fyrri úrvalslið:
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner