FH á þrjá leikmenn í liðinu og þjálfarann
16. umferðinni lauk loksins í kvöld, sólarhring á eftir áætlun! Hér að neðan má sjá úrvalslið umferðarinnar en á mánudaginn verður leikmaður umferðarinnar opinberaður.
Þjálfari umferðarinnar er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Hafnarfjarðarliðið er á toppnum og sýndi sinn besta takt þegar það rúllaði yfir ríkjandi Íslandsmeistara Stjörnunnar 4-0.
Að auki eiga FH-ingar þrjá leikmenn í úrvalsliðinu; bakverðina Jonathan Hendrickx og Böðvar Böðvarsson auk þess sem markahrókurinn Atli Viðar Björnsson er í sóknarlínunni.
Úrvalsliðið ætlar að skora mörk og því er Jonathan Glenn úr Breiðabliki að sjálfsögðu í liðinu en hann skoraði þrennu gegn ÍA. Oliver Sigurjónsson sem hefur átt frábært sumar er á miðjunni. Oliver hefur sex sinnum í sumar verið í úrvalsliðinu en hann og Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val tróna þar á toppnum saman.
Sindri Kristinn Ólafsson stendur í rammanum þrátt fyrir að hafa fengið þrjú mörk á sig. Þessi ungi markvörður Keflavíkur átti nokkrar ótrúlegar vörslur í 3-3 jafnteflinu gegn Fylki auk þess að verja vítaspyrnu.
Óttar Bjarni Guðmundsson var besti leikmaður Leiknis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi og Rolf Toft var bestur hjá andstæðingunum. Gunnar Már Guðmundsson var valinn maður leiksins þegar Fjölnir gerði 1-1 jafntefli gegn Val. Spilaði sem framherji en er á miðjunni í úrvalsliðinu.
Avni Pepa og Sito voru þrusuflottir þegar ÍBV náði mikilvægu stigi gegn KR. Úrslitin vonbrigði fyrir KR-inga sem eru að stimpla sig úr titilbaráttunni... eða hvað?
Fyrri úrvalslið:
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir