Það er komið að úrvalsliði 17. umferðar Pepsi-deildarinnar en umferðinni lauk í gær með naumum sigrum KR og Víkings gegn Keflavík og ÍBV.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar að okkar mati en Valsmenn unnu afar sannfærandi sigur gegn Fylki 4-2 á Laugardalsvellinum.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar að okkar mati en Valsmenn unnu afar sannfærandi sigur gegn Fylki 4-2 á Laugardalsvellinum.
Patrick Pedersen skoraði tvö mörk og lagði upp hin tvö fyrir Val í leiknum og Daninn labbar auðvitað inn í úrvalsliðið. Einnig fær miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson pláss en stillt er upp í 3-5-2.
Blikar unnu mikilvægan 1-0 útisigur gegn Stjörnunni. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður heldur áfram að halda hreinu og Damir Muminovic stendur vaktina í hjarta varnarinnar með miklum sóma.
Víkingar unnu nauman sigur gegn ÍBV þar sem Igor Taskovic var valinn maður leiksins. Auk þess er í vörn úrvalsliðsins Einar Orri Einarsson sem var í tapliði Keflavíkur gegn KR.
Leiknismenn voru nálægt því að ná stigi af FH en mark í uppbótartíma tryggði Hafnfirðingum stigin þrjú. Brynjar Hlöðversson var gríðarlega öflugur sem varnarmiðjumaður hjá Leikni í leiknum.
Það var markasúpa á Skaganum þar sem ÍA og Fjölnir gerðu 4-4 jafntefli. Jón Vilhelm Ákason skoraði tvö fyrir ÍA og Aron Sigurðarson eitt fyrir Fjölni en báðir eru í liðinu. Garðar Gunnlaugsson jafnaði fyrir Skagamenn í blálokin og fær einnig pláss.
Óskar Örn Hauksson var besti maður KR í eins marks sigri gegn Keflavík og er í liðinu.
Fyrri úrvalslið:
16. umferð
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir