Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. maí 2015 08:00
Fótbolti.net
Lið 1. umferðar: Atli Guðna í holunni
Atli Guðnason átti stóran þátt í að FH kláraði KR.
Atli Guðnason átti stóran þátt í að FH kláraði KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óli Kalli reyndist gulls ígildi á Skaganum.
Óli Kalli reyndist gulls ígildi á Skaganum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Úrvalslið 1. umferðar Pepsi-deildarinnar er hér að neðan en það er valið eftir einkunnagjöf hjá fréttariturum síðunnar. Domino's býður upp á úrvalsliðið og leikmann umferðarinnar sem kynntur verður síðar í dag.

Þjálfarar umferðarinnar eru Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson hjá Leikni. Breiðhyltingar voru viðbúnir öllu þegar þeir lögðu Val óvænt 3-0 á Vodafone-Hlíðarenda. Heimir Guðjónsson er tæknilegur ráðgjafi liðsins eftir að breytingar hans gengu fullkomlega upp og skiluðu sigri á KR-vellinum.



Gunnleifur Gunnleifsson er í markinu eftir að hafa reynst bjargvættur Breiðabliks þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki. Hann varði víti í seinni hálfleik. Árni Snær Ólafsson hjá ÍA og Róbert Örn Óskarsson hjá FH gerðu líka tilkall til að vera í liðinu.

Leiknismenn fóru á kostum gegn Val og eiga þrjá fulltrúa. Miðvarðaparið, Óttar Bjarni Guðmundsson og Halldór Kristinn Halldórsson, steig ekki feilspor og Hilmar Árni Halldórsson var algjör lykilmaður sóknarlega með stoðsendingu og marki.

Bakverðirnir koma úr Víkingi sem vann 3-1 útisigur á Keflavík. Aukaspyrnu-Ívar Örn Jónsson og Davíð Örn Atlason komust báðir á markalistann.

Fjölnir vann ÍBV og á tvo fulltrúa. Ólafur Páll Snorrason var flottur í nýju hlutverki a miðjunni og Aron Sigurðarson gerði varnarmönnum Eyjapeyja lífið leitt. Í holunni er hinn magnaði Atli Guðnason í FH sem hafði hægt um sig lengi vel gegn KR en sprakk út í lokin og tryggði sigur.

Stjarnan sótti sigur á Skagann þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt en Albert Brynjar Ingason í Fylki veitir honum félagsskap. Albert skoraði mark og fiskaði víti og kemst í liðið þrátt fyrir að hafa misnotað vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner