Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mán 31. ágúst 2015 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Úrvalslið 18. umferðar: Þrír frá ÍBV
Ian Jeffs er í liði umferðarinnar.
Ian Jeffs er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að úrvalsliði 18. umferðar Pepsi-deildarinnar hér á Fótbolta.net, en umferðin fór öll fram í gærkvöldi.

Ásmundur Arnarsson er þjálfari umferðarinnar, en hann stýrði sínum mönnum í ÍBV til 3-0 sigurs gegn Keflavík í Eyjum.



Kassim Doumbia átti flottan leik í vörninni hjá FH í 1-0 sigri gegn Víkingi og er í liðinu. Böðvar Böðvarsson var sömuleiðis öflugur varnarlega og fer einnig í liðið.

Kristinn Ingi Halldórsson lét heldur betur til sín taka í 2-2 jafntefli Vals og KR, hann skoraði eitt mark eftir einungis hálfa mínútu og lagði upp seinna markið.

Leiknismenn náðu sér í stig gegn Breiðabliki, en liðin gerðu markalaust jafntefli. Eyjólfur Tómasson markvörður átti flottan leik.

ÍBV á þrjá fulltrúa í liðinu eftir flottan 3-0 sigur gegn Keflavík. Ian Jeffs skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark, Jose Sito var öflugur þó hann næði ekki að skora og Hafsteinn Briem var á skotskónum og getur verið ánægður með sinn leik.

Ármann Smári Björnsson er fulltrúi ÍA í liðinu, en hann var góður varnarlega í tíðindalitlu markalausu jafntefli Skagamanna gegn Fylki.

Gunnar Már Guðmundsson og Aron Sigurðarson komast báðir í liðið þrátt fyrir að Fjölnir hafi einungis náð jafntefli gegn Stjörnunni. Veigar Páll Gunnarsson er fulltrúi Stjörnunnar.

Fyrri úrvalslið:
17. umferð
16. umferð
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner