Úrvalslið 7. umferðar Pepsi-deildarinnar er hér að neðan en umferðin fór fram í gær. Domino's býður upp á úrvalsliðið og leikmann umferðarinnar sem kynntur verður síðar í dag.
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, er þjálfari umferðarinnar en liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslandsmeistara Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ.
Ingvar Þór Kale er í markinu en hann hélt hreinu í sigri Vals á KR. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val í þeim leik og Kristinn Freyr Sigurðsson var frábær á miðjunni.
Damir Muminovic var öflugur í vörn Breiðabliks í sigri á Leikni í Breiðholti. Oliver Sigurjónsson átti góðan dag á miðjunni hjá Blikum og á kantinum var Höskuldur Gunnlaugsson í stuði.
Jón Ragnar Jónsson lagði upp sigurmark FH gegn Víkingi og Ármann Smári Björnsson hjálpaði ÍA að halda hreinu gegn Fylki í markalausu jafntefli á Akranesi. Sigurbergur Elísson var frábær í fyrsta sigri Keflvíkinga á tímabilinu.
Mark Magee skoraði tvö í sigri Fjölnis í Garðabæ og Aron Sigurðarson átti einnig góðan dag fyrir Fjölni þar en þeir eru báðir í liðinu.
Fyrri úrvalslið:
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir