Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   þri 16. júní 2015 09:05
Fótbolti.net
Lið 8. umferðar: Stjarnan með tvo og þjálfarann
Aron Sigurðarson var frábær í gær.
Aron Sigurðarson var frábær í gær.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að úrvalsliði 8. umferðarinnar sem leikin var á sunnudag og mánudag. Domino's býður upp á úrvalsliðið og leikmann umferðarinnar sem kynntur verður síðar í dag.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fær titilinn þjálfari umferðarinnar en Íslandsmeistararnir náðu loks að rétta úr kútnum og vinna 2-0 útisigur gegn Fylki. Spurning hvort þessi sigur færi Garðbæingum rétta taktinn á ný?


Færeyski markvörðurinn Gunnar Nielsen fékk frí hjá Stjörnunni vegna landsliðsverkefnis og brúðkaups í Færeyjum en hinn ungi Sveinn Sigurður Jóhannesson stóð vaktina í hans stað með stakri prýði. Stjarnan á einnig fulltrúa í hinum efnilega Jóni Arnari Barðdal sem skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni.

Valsmenn halda áfram á sigurbraut en þeir unnu flottan útisigur í Keflavík þar sem varnarmaðurinn Thomas Guldborg Christensen og miðjumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson stóðu sig mjög vel.

Fjölnismenn lögðu Leikni í gærkvöldi og fá þrjá fulltrúa: Aron Sigurðarson sem skoraði tvö glæsileg mörk, Emil Pálsson sem var öflugur á miðjunni og Daniel Ivanovski sem var þeirra öflugasti miðvörður.

Breiðablik vinnur og vinnur. Víkingar voru bráðin á sunnudag. Kristinn Jónsson vinstri bakvörður var hreinlega magnaður í leiknum og skoraði tvívegis. Krulli Gull, Höskuldur Gunnlaugsson, heldur áfram að blómstra og skoraði frábært mark.

Þá sótti FH þrjú stig til Vestmannaeyja. Kristján Flóki Finnbogason svaraði gagnrýnisröddum með því að skora þrennu og þá átti Steven Lennon einnig þrusuflottan leik fyrir Hafnfirðinga.

Fyrri úrvalslið:
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner