Blikar áberandi í úrvalsliðinu
Sjötta umferð Pepsi-deildarinnar fór fram í gær og nú er komið að vali á úrvalsliði umferðarinnar. Liðið er valið eftir einkunnagjöf frá fréttariturum síðunnar en á hverjum einasta leik er maður á okkar vegum.
Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar. Arnar virðist hafa allt til brunns að bera til að verða þjálfari í fremstu röð í framtíðinni. Fótboltaheili sem lifir og hrærist í bransanum. Stýrði Blikum til 3-0 sigurs gegn Íslandsmeisturunum í Stjörnunni.
Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar. Arnar virðist hafa allt til brunns að bera til að verða þjálfari í fremstu röð í framtíðinni. Fótboltaheili sem lifir og hrærist í bransanum. Stýrði Blikum til 3-0 sigurs gegn Íslandsmeisturunum í Stjörnunni.
Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er í úrvalsliðinu í fjórða sinn á þessari leiktíð. Margir héldu að tankurinn væri að tæmast í fyrra en Gulli hefur sýnt þeim að það var heldur betur rangt.
Þriðju umferðina í röð er miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson í úrvalsliðinu. Þessi afar hæfileikaríki ungi leikmaður var að glíma við meiðsli í byrjun tímabils en er kominn á beinu brautina. Kristinn Jónsson er einnig í liðinu, skiljanlega, eftir að hafa lagt upp öll þrjú mörkin gegn Stjörnunni. Einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Thomas Guldberg Christensen hefur reynst góð viðbót við Valsliðið og átti mjög góðan leik í 3-0 útisigri gegn Fylki. Sóknarmaðurinn Patrick Pedersen braut ísinn í þeim leik þegar hann kláraði frábærlega. Ian Jeffs var maður leiksins þegar ÍBV vann sinn fyrsta leik þegar Víkingur lá í valnum.
Jacob Schoop er orðinn stjarna í Pepsi-deildinni en þessi gæðaleikmaður var frábær þegar KR slátraði Keflavík. Í úrvalsliðinu í þriðja sinn. Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson skoraði tvívegis í 4-0 sigri KR-inga.
Fjölnismenn halda áfram að dæla inn stigum. Bergsveinn Ólafsson og Þórir Guðjónsson áttu báðir glimrandi leik þegar Fjölnir vann nýliða ÍA. Þá skoraði Steven Lennon þrennu þegar FH vann Leikni 4-2, þar á meðal var annað markið eitthvað sem seint gleymist.
Fyrri úrvalslið:
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir