Það er komið að úrvalsliði 12. umferðar Pepsi-deildarinnar en umferðinni lauk í gær. Það var risaslagur á sunnudag þegar KR vann FH í Kaplakrika.
KR-ingar voru undir í baráttunni í fyrri hálfleik en breytingar Bjarna Guðjónssonar gerðu gæfumuninn og KR náði að snúa leiknum sér í vil. Bjarni er þjálfari umferðarinnar.
KR-ingar voru undir í baráttunni í fyrri hálfleik en breytingar Bjarna Guðjónssonar gerðu gæfumuninn og KR náði að snúa leiknum sér í vil. Bjarni er þjálfari umferðarinnar.
KR á tvo leikmenn í liðinu. Skúli Jón Friðgeirsson var flottur í vörninni og Gary Martin breytti leiknum með frábærri innkomu af bekknum.
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, er í rammanum en Skagamenn náðu í stórt stig þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á útivelli þrátt fyrir að vera manni færri.
Víkingur niðurlægði Keflavík 7-1 í fallbaráttuslag. Víkingar eiga þrjá leikmenn í úrvalsliðinu. Davíð Örn Atlason er í bakverðinum, Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson er farinn að sýna hæfileika sína eftir að hafa verið meiddur í upphafi móts og þá kom serbneski framherjinn Vladimir Tufegdzic magnaður af bekknum í sínum fyrsta leik, skoraði eitt mark og lagði upp fjögur!
Varnarmennirnir Tonci Radovinkovic og Ásgeir Eyþórsson voru klettar í vörn Fylkis sem vann 1-0 útisigur gegn Breiðabliki. Patrick Pedersen var maður leiksins þegar Valur vann 1-0 útisigur gegn Leikni.
Þá unnu Eyjamenn gríðarlega mikilvægan sigur á Fjölni. Hafsteinn Briem og Spánverjinn Jose Enrique Seoane Vergara, kallaður Sito eru þeirra fulltrúar í úrvalsliðinu. Sito kom núna í glugganum til ÍBV og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri.
Fyrri úrvalslið:
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir