þri 14. júlí 2015 10:00
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar: Kristinn fimmtu umferðina í röð
Þrír leikmenn Breiðabliks
Kristinn Freyr enn og aftur í úrvalsliðinu.
Kristinn Freyr enn og aftur í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur hefur verið besti markvörður deildarinnar í sumar.
Gunnleifur hefur verið besti markvörður deildarinnar í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, er í úrvalsliði 11. umferðar Pepsi-deildarinnar en þetta er fimmta umferðin í röð þar sem hann fær sæti í liðinu. Kristinn hefur verið magnaður í sumar og skoraði hann sigurmark Vals þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Stjörnunni á föstudag.

Þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, er þjálfari umferðarinnar en hann fagnaði svo sannarlega af innlifun eftir lokaflautið í Garðabænum.



Bjarni Ólafur Eiríksson var valinn maður leiksins í þeim leik og fær að sjálfsögðu sæti í úrvalsliðinu. Hinn bakvörður liðsins er Böðvar Böðvarsson í FH sem valinn var maður leiksins í 2-2 jafntefli gegn Fylki.

Fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson þótti besti leikmaður Fylkis í þeim leik.

Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, hefur átt gott sumar og verið reglulegur gestur í úrvalsliðinu. Leiknir gerði 1-1 jafntefli við Keflavík. Með Halldóri í hjarta varnarinnar er Damir Muminovic hjá Breiðabliki en Blikar unnu 2-0 sigur gegn Fjölni.

Tveir aðrir leikmenn Blika eru í úrvalsliðinu. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson heldur upp á 40 ára afmæli sitt í dag en hann hefur verið besti markvörður deildarinnar í sumar. Þá átti Atli Sigurjónsson góðan leik í Kópavoginum í gær.

Arnar Már Guðjónsson skoraði glæsilegt mark fyrir ÍA sem vann 3-1 sigur gegn ÍBV í fallbaráttuslag og var valinn maður leiksins. Þá eru tveir leikmenn KR eftir 3-0 útisigur gegn Víkingi, Almarr Ormarsson sem heldur áfram að spila frábærlega og svo hinn umtalaði Þorsteinn Már Ragnarsson sem var frábær í Víkinni. Þorsteinn hefur verið sterklega orðaður við Breiðablik.

Fyrri úrvalslið:
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner