Þá er komið að úrvalsliði 14. umferðar sem öll var leikin á einu bretti í gær.
Þjálfari umferðarinnar er Ágúst Gylfason sem stýrði Fjölni til sigurs gegn KR sem hefur verið heitasta lið deildarinnar undanfarnar vikur. Fjölnismenn eru komnir á skrið og hafa unnið tvo leiki í röð.
Þjálfari umferðarinnar er Ágúst Gylfason sem stýrði Fjölni til sigurs gegn KR sem hefur verið heitasta lið deildarinnar undanfarnar vikur. Fjölnismenn eru komnir á skrið og hafa unnið tvo leiki í röð.
Fjölnismenn eiga einnig tvo leikmenn í liðinu en það eru þeir Þórður Ingason markvörður og miðjumaðurinn Guðmundur Karl Guðmundsson. Fjölnir komst tvívegis yfir gegn bikarmeisturunum og landaði 2-1 sigri.
Fylkismenn fóru til Vestmannaeyja og sóttu stigin þrjú. Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson og varnarmiðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson voru báðir frábærir í 1-0 útisigri.
Leiknismenn unnu ansi langþráðan sigur þegar þeir lögðu Stjörnuna 1-0 í Breiðholtinu. Nýliðarnir eru komnir upp úr fallsæti en besti maður vallarins í gær var varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson sem skoraði sigurmarkið. Elvar Páll Sigurðsson er kominn á skrið með Leikni og var skeinuhættur í sóknarleiknum.
FH-ingar styrktu stöðu sína á toppnum með 2-1 sigri gegn Val í toppslag. Bjarni Þór Viðarsson hefur átt flotta leiki að undanförnu og hann skoraði sigurmarkið. Þá var Pétur Viðarsson gríðarlega öflugur í vörninni.
Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Keflavík sem er límt við botninn. Kristinn Jónsson var maður leiksins og þá sýndi Höskuldur Gunnlaugsson sínar bestu hliðar á ný eftir að hafa stigið upp úr veikindum.
Þá gerðu Víkingur og ÍA 1-1 jafntefli. Maður leiksins var Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sem hefur stimplað sig inn í Pepsi-deildina með stæl.
Fyrri úrvalslið:
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir