Kristinn Freyr fjórðu umferðina í röð
Þrír danskir leikmenn eru í úrvalsliði tíundu umferðar Pepsi-deildarinnar sem er annars stútfullt af miðvörðum og sóknarmönnum! Síðar í dag verður leikmaður umferðarinnar opinberaður.
Miðað við allt sem hefur gerst í Vestmannaeyjum verður að velja Inga Sigurðsson þjálfara umferðarinnar en hann stýrði ÍBV til sigurs gegn Breiðabliki.
Miðað við allt sem hefur gerst í Vestmannaeyjum verður að velja Inga Sigurðsson þjálfara umferðarinnar en hann stýrði ÍBV til sigurs gegn Breiðabliki.
Eyjamenn eiga einnig tvo leikmenn í liðinu en það eru varnarmaðurinn Avni Pepa og sóknarmaðurinn Jonathan Glenn sem voru öflugir í erfiðum aðstæðum og hávaðaroki í Eyjum.
Umferðin hófst síðasta föstudag þegar Fylkir vann 1-0 sigur gegn Víkingi. Ólafur Íshólm Ólafsson stóð vaktina vel í marki Árbæinga og varði í tvígang upp í slána. Þá átti Ásgeir Eyþórsson frábæran leik í hjarta varnarinnar.
KR vann nauman sigur gegn Leikni. Rasmus Christiansen var öflugur í miðveðri KR og var maður leiksins en Halldór Kristinn Halldórsson var besti maður Leiknis og fær pláss í úrvalsliðinu.
Valur vann 4-2 sigur gegn ÍA þar sem Kristinn Freyr Sigurðsson átti enn einn stórleikinn en hann er valinn í úrvalsliðið fjórðu umferðina í röð! Sóknarmaðurinn Patrick Pedersen setti tvö mörk í leiknum og fær pláss í liðinu.
Stjarnan vann 2-1 sigur gegn Val þar sem Jeppe Hansen átti stórleik en besti maður Keflavíkur var Sigurbergur Elísson.
Þá var Atli Guðnason maður leiksins þegar FH vann sigur gegn Fjölni.
Fyrri úrvalslið:
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir