Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 01. apríl 2017 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souare opnar sig - „Ég man eftir öllu um slysið"
Pape Souare.
Pape Souare.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Crystal Palace með borða tileinkaðan Souare.
Stuðningsmenn Crystal Palace með borða tileinkaðan Souare.
Mynd: Getty Images
Pape Souare, vinstri bakvörður Crystal Palace, lenti í hræðilegu bílslysi í september síðastliðnum og hefur ekki spilað fótbolta síðan. Hann er að vinna í því að koma til baka.

Souare var fluttur með þyrlu á spítala eftir slysið, en hann fót- og kjálkabrotnaði í slysinu. Souare hélt að þarna væri ferlinum lokið.

Senegalski varnarmaðurinn hefur nú opnað sig um slysið og eftirmála þess. Hann er ekki með neitt markmið varðandi tímasetningu á endurkomu; hann er ekkert að flýta sér.

„Ég er ekki að reyna að setja mér eitthvað markmið vegna þess að þetta eru alvarleg meiðsli, þannig að ég verð bara að taka minn tíma í þetta og ekki flýta mér," sagði Souare við eagles.cpfc.co.uk.. „Ég vil bara gera mitt besta til að koma aftur þegar ég get."

„Ég man eftir öllu um slysið, en ég áttaði mig ekki á því (hversu slæmt þetta var) strax."

„Svo gat ég ekki hreyft fótinn minn og þá vissi ég að þetta væri alvarlegt. Ég þakka guði fyrir það að það kom fólk til mín og talaði við mig á meðan ég beið eftir sjúkrabílnum. Þeir komu mér á spítalann eins fljótt og þeir gátu og ég þakka þeim fyrir það."

Souare, sem lék áður með Lille í Frakklandi, segir að slysið hafi breytt viðhorfi sínu.

„Það sem gerðist við mig, getur gerst við alla," sagði hann.

„Þetta breytti mér; þetta hefur gefið mér lífsreynslu. Þegar þú ert fótboltamaður þá heldurðu að ekkert geti gerst við þig, en ég hef lært af þessu og ég held að allir aðrir leikmenn geti gert það líka," sagði Souare að lokum.
Athugasemdir
banner