Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 30. janúar 2018 14:05
Magnús Már Einarsson
Höddi Magg spáir í leiki vikunnar í enska boltanum
Hörður Magnússon.
Hörður Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham og Manchester United gera jafntefli samkvæmt spá Hödda.
Tottenham og Manchester United gera jafntefli samkvæmt spá Hödda.
Mynd: Getty Images
Hjálmar Örn var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Heil umferð fer fram í dag og á morgun. Íþróttafréttamaðurinn góðkunni Hörður Magnússon á Stöð 2 Sport spáir í leikina að þessu sinni en hann vakti einnig athygli fyrir góða leiklistarhæfileika í Steypustöðinni á dögunum.



Swansea 1 - 2 Arsenal (19:45 í kvöld)
Arsenal vinnur 2-1 þar sem Mkhitaryan kemur sterkur inn.

West Ham 1 - 1 Crystal Palace (20:00 í kvöld)
Barátta bresku stjóranna og snúið að spá í þennan leik.

Huddersfield 0 - 3 Liverpool (20:00 í kvöld)
Þarna mætast bestu vinirnir Wagner og Klopp. Þeir munu ekki sættast á skiptan hlut. Liverpool mun kremja Wagner.

Chelsea 2 - 0 Bournemouth (19:45 á morgun)
Chelsea náði góðum sigri eftir að hafa verið flatir. Eddie Howe reynir alltaf að spila fótbolta en heimavöllurinn ræður úrslitum.

Everton 0 - 2 Leicester (19:45 á morgun)
Það hefur verið hörmung að fylgjast með Everton liðinu í vetur. Allardyce kom inn með ákveðnum krafti en þeir urðu síðan hálf tómir á tanknum. Liðið er skringilega samansett og ég ætla að gerast svo djarfur að spá Leicester sigri.

Newcastle 1 - 0 Burnley (19:45 á morgun)
Newcastle virðist vera á hraðri niðurleið þar sem hinn mikli hugsuður Rafa Benítez fær enga peninga til að kaupa leikmenn. Þetta er Championship lið sem hann er með í höndunum og hann gerði eiginilega kraftaverk með því að koma þeim upp. Það er líka kraftaverk ef þeir halda sér uppi. Burnley hefur skorað lítið en unnið fullt af leikjum. Ég held að Newcastle taki þennan leik.

Southampton 2 - 1 Brighton (20:00 á morgun)
Southampton átti mjög fínan leik gegn Tottenham um daginn og vinna Brighton.

Manchester City 4 - 1 WBA (20:00 á morgun)
WBA sýndi sinn besta leik í áraraðir á móti Liverpool. Þeir verða hins vegar lítil fyrirstaða fyrir Pep og félaga.

Stoke 2 - 1 Watford (20:00 á morgun)
Tveir nýir stjórar mætast þarna. Stoke er með ágætis leikmenn og nær að hafa þetta upp á gamla mátann.

Tottenham 1 - 1 Manchester United (20:00 á morgun)
Alexis Sanchez spilar sinn fyrsta deildarleik og það á móti Tottenham. Þetta endar með stórmeistarajafntefli og Jose Mourinho verður mjög ánægður með enn eitt stigið á útivelli á móti toppliði.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Harðarson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (3 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Hallgrímur Jónasson (3 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner