Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar) er leikmaður 20.umferðar í 1.deild karla
Hilmar Trausti Arnarsson lék frábærlega á miðjunni hjá Haukum þegar að liðið sigraði HK 2-0 á útivelli í toppbaráttuslag í fyrstu deild karla fyrir rúmri viku síðan. Hilmar Trausti er leikmaður 20.umferðar hér á Fótbolta.net.
Hilmar Trausti Arnarsson
Hilmar Trausti Arnarsson er uppalinn hjá Haukum. Þessi 23 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Keflavík í febrúar árið 2007. Nokkrum mánuðum síðar fór hann síðan til Leiknis áður en hann gekk aftur í raðir Hauka í fyrravor.
,,Ég bjóst við að einhver úr okkar liði yrði valinn miðað við hvað við spiluðum vel í síðasta leik. Ég var að finna mig vel í þessum leik eftir að hafa átt tvo dapra leiki þar á undan. Það var kominn tími til að rífa sig upp af rassgatinu og spýta aðeins í lófana," sagði Hilmar Trausti við Fótbolta.net í dag.
Hilmar Trausti Arnarsson er uppalinn hjá Haukum. Þessi 23 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Keflavík í febrúar árið 2007. Nokkrum mánuðum síðar fór hann síðan til Leiknis áður en hann gekk aftur í raðir Hauka í fyrravor.
Haukar höfðu tapað gegn ÍR og gert jafntefli við Víking áður en þeir mættu HK á mánudaginn í síðustu viku. Haukar og HK voru bæði með 35 stig fyrir leikinn og Hafnfirðingar kræktu því í mikilvægan sigur.
,,Eins og þetta hefur verið í sumar þá hefur mesti höfuðverkurinn að mæta stemmdir til leiks. Í þessum leikjum (gegn ÍR og Víkingi) var hugarfarið ekki í lagi og eftir það ákváðum við að hreinsa hugann og hugsa um hvað við værum að gera. Það tókst vel fyrir HK leikinn og við mættum vel stemmdir í þann leik."
,,Það hjálpaði mikið til að inni í klefa fyrir leik þá hlustuðum við á frumsamið lag frá Ásgeiri Ingólfssyni. Hann var í leikbanni í þessum leik og átti afmæli þennan dag. Hann ákvað að semja lag fyrir okkur strákana og ég held að það hafi hjálpað til við að við mættum svona vel stemmdir leiks."
,,Þetta virkaði það vel að stelpurnar í meistaraflokki Hauka fengu hann til að semja lag fyrir úrslitaleikinn á móti FH og það virkaði vel líka þannig að ég held að hann fari að taka þetta að sér. Þetta eru pepplög þar sem að nöfn allra leikmanna koma fyrir í textanum og hann er að fá mannskapinn í gang."
Aðstaðan á Ásvöllum hefur verið gagnrýnd í sumar en Hilmar Trausti segir að öll gagnrýni hafi einungis hjálpað Haukum.
,,Ég tel að gagnrýnin hafi hjálpað hópnum að mótivera sig. Það er verið að tala um að aðstaðan sé slæm á Ásvöllum en við leikmenn getum ekkert gert í því. Síðan hefur verið talað um að þetta lið eigi eftir að springa en við erum búnir að sanna fyrir sjálfum okkur og okkar áhorfendum að við erum topplið í þessari deild og eigum fyllilega skilið að vera á þeim stað sem við erum í dag."
Á laugardag taka Haukar á móti toppliði Selfyssinga og þar gæti liðið mögulega farið upp í efstu deild með hagstæðum úrslitum í umferðinni.
,,Það er enn og aftur stærsti leikur sumarsins eins og undanfarnir leikir hafa verið, það er nánast hver leikur stærsti leikur sumarsins."
,,Ég trúi ekki öðru en að menn mæti í þann leik á tánum. Það væri óafsakanlegt ef menn mæta ekki tilbúnir í næsta leik á móti Selfyssingum."
,,Ég vil biðja alla Hauka stuðningsmenn að mæta á leikinn á laugardaginn. Maður fann virkilega fyrir stuðningnum á móti HK og aðdáendurnir voru tólfti maðurinn þar," sagði Hilmar Trausti sem segir að Haukar séu ekkert að spá í úrslitunum hjá HK sem mætir ÍA á laugardag.
,,Við hugsum bara um okkar leiki og hugsum ekkert um hvernig hinir leikirnir eru að fara. Ef við klárum þessa tvo leiki sem eftir eru þá erum við uppi og það er ekkert sem að getur breytt því. Við getum treyst á okkur sjálfa og það er það sem við ætlum að gera," sagði Hilmar Trausti að lokum.
Sjá einnig:
Leikmaður 19.umferðar - Arilíus Marteinsson (Selfoss)
Leikmaður 18.umferðar - Árni Freyr Guðnason (ÍR)
Leikmaður 17.umferðar - Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Leikmaður 16.umferðar - Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
Leikmaður 15.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 14.umferðar - Þorsteinn V. Einarsson (ÍR)
Leikmaður 13.umferðar - Sigurður Helgi Harðarson (Afturelding)
Leikmaður 12.umferðar - Jakob Spangsberg (Víkingur R.)
Leikmaður 11.umferðar - Rúnar Már Sigurjónsson (HK)
Leikmaður 10.umferðar - Hörður Magnússon (HK)
Leikmaður 9.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 8.umferðar - Amir Mehica (Haukar)
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir