Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 27. júlí 2009 17:28
Hafliði Breiðfjörð
1.deild LU: Útihlaup eða í gymminu meðan aðrir eru á djamminu
Sigurður Helgi Harðarson (Afturelding) er leikmaður 13.umferðar í 1.deild karla.
Sigurður Helgi í leiknum gegn Víkingi.
Sigurður Helgi í leiknum gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sigurður Helgi Harðarson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Aftureldingu þegar að liðið sigraði Víking Ólafsvík 3-0 í fyrstu deildinni síðastliðið föstudagskvöld. Sigurður Helgi kórónaði góða frammistöðu sína með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en hann er leikmaður 14.umferðar á Fótbolta.net.

Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi er uppalinn hjá Fylki. Þessi 22 ára gamli miðjumaður fór til Reynis á láni árið 2007 og lék fimm leiki með liðinu í fyrstu deildinni. Undanfarin tvö tímabil hefur hann síðan verið á láni hjá Aftureldingu.
,,Í raun og veru ekki, maður var náttúrulega að klobba þessa kalla hægri vinstri í þessum leik," sagði Sigurður Helgi við Fótbolta.net í dag aðspurður hvort að valið hafi komið honum á óvart.

,,Nei, að öllu gríni slepptu kemur þetta skemmtilega á óvart. Maður var kannski ekki alveg að búast við þessu sérstaklega eftir að Paul Clapson tók af mér sénsinn að ná þrennunni í fyrri hálfleik þegar að hann tók eitt lélegasta víti sem að fyrrverandi markvörður hefur tekið á Íslandi. En hann er náttúrlega ennþá með markmanns blóðið í sér og því kannski ekki við öðru að búast."

,,En það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir góða hluti enda ekki þekktur fyrir annað sem sjöfaldur starfsmaður mánaðarins hjá NOVA. Vil líka sérstaklega þakka fyrir þennan frábæra síma sem að ég fékk í gjöf frá Símanum fyrir að vera maður leiksins og mér þætti nú ennþá vænna um það ef kvikindið kveikti kannski á sér svona einu sinni til tilbreytingar."


Með sigrinum á föstudaginn náðu Mosfellingar að komast upp að hlið ÍA með þrettán stig og komast lengra frá Víkingi sem er í botnsætinu.

,,Liðið í heild var ekkert að spila einhvern klassa fótbolta í þessum leik en kannski aðeins beinskeyttari heldur en við höfum verið að spila undanfarið. Það þýðir víst lítið að vera með alltaf með tölfræðina í sínu liði, maður vinnur ekki leiki út á hana."

Afturelding sigraði Fjarðabyggð í fyrstu umferðinni en vann síðan ekki leik fyrr en liðið mætti Fjarðabyggða aftur fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið sigraði liðið síðan Víking á föstudaginn.

,,Það voru í sjálfu sér engar stórvægilegar breytingar. Ætli það sé ekki bara gamla klisjan um hugarfarsbreytingu, við vorum búnir að að koma okkur í frekar erfiða stöðu og þess vegna var lítið annað í boði en að fara klára þessi leiki. Við höfum þannig lagað ekkert verið að spila eitthvað illa í sumar, vorum reyndar slakir úti á móti Víking Ó. og heima gegn Selfossi. En við vitum það sjálfir að það býr miklu meira í þessu liði heldur en að vera í einhverri fallbaráttu."

,,Við höfum líka verið að fá inn ný andlit í glugganum, sláttuvélina úr Safamýrinni (Vilhjálm VIlhjálmsson), vinstri bakvörðinn Axel Inga úr Fylki sem virðist vera með þetta vinstri bakvarða syndrome úr Fylki að geta ekki á nokkurn hátt klárað heilan leik án þess að meiðast á einhvern óskiljanlegan hátt. Svo kom Baldur Þórólfs aftur til okkar eftir stutt helgarstopp á Hlíðarenda. Að fá þessa pilta hefur aukið breiddina í liðinu sem var orðinn ansi lítil á köflum vegna einhvers misskilnings innan hópsins um að það væri töff að fá rautt spjald í hverjum leik. Menn ákváðu líka að líta bara á seinni hlutann sem nýtt mót, við getum ekki breytt þeim hlutum sem illa fóru í fyrri umferðinni og þess vegna verður seinni umferðin bara tekin með trompi í Mosfellsbænum."


Sigurður Helgi skoraði eins og fyrr segir tvö mörk á föstudaginn en hann hefur núna skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa ekkert skorað fram að því í sumar.

,,Ætli helsta ástæðan sé ekki sú að ég er farinn að spila framar á vellinum með komu Sláttuvélarinnar inn á miðjuna með mér í síðustu tveimur leikjum og hann hreyfist náttúrulega ekki fram yfir miðju þannig að ég get leyft mér að fara meira fram á við. En allir sem þekkja “The Goal Machine” vita að sjálfsögðu að þetta var bara tímaspursmál hvenær þessi mörk færu að detta inn. Ég var líka að æfa stærsta hlutan af undirbúningstímabilinu hjá Óla og Palla í Fylki í mikilli keyrslu þannig formið á stráknum er nokkuð gott og virðist vera skila sér í seinni hlutanum á mótinu. Svo er það líka bara þessi aukaæfing á meðan aðrir leikmenn deildarinnar hanga á skemmtistöðum bæjarins um helgar þá er maður annaðhvort í gymminu eða úti að hlaupa," sagði Sigurður Helgi en næsti leikur Aftureldingar er gegn Haukum annað kvöld.

,,Það er enginn leikur auðveldur í þessari deild. Öll liðin eru það jöfn að getu en við áttum að klára þá upp í Varmá þrátt fyrir að vera einum færri í 60 mín. Núna erum við líka með tvo sigurleiki á bakinu þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik. Við verðum líka að vona glókollurinn Andri Jan standi í lappirnar í þessum leik og hætti að fiska blásaklaus leikmenn út af og þá er um við bara í góðum málum. En þetta verður væntanlega hörkuleikur á þessu hágæða gervigrasi sem Haukamenn bjóða upp á og ekki við öðru að búast en að “The Goal Machine” haldi uppteknum hætti og setji eitt eða tvö í þessum leik," sagði Sigurður Helgi að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 12.umferðar - Jakob Spangsberg (Víkingur R.)
Leikmaður 11.umferðar - Rúnar Már Sigurjónsson (HK)
Leikmaður 10.umferðar - Hörður Magnússon (HK)
Leikmaður 9.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 8.umferðar - Amir Mehica (Haukar)
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner