Gunnleifur Gunnleifsson (HK) er leikmaður 15.umferðar í 1.deild karla
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði HK átti stórleik þegar að liðið lagði topplið Selfyssinga 2-1 á útivelli síðastliðið fimmtudagskvöld. Gunnleifur varði eins og berserkur í leiknum en hann er leikmaður 15.umferðar á Fótbolta.net.
Gunnleifur Gunnleifsson
Gunnleifur er fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins. Gunnleifur er uppalinn í HK en hann lék með KVA 1996 og eftir að hafa leikið aftur með HK 1997 fór hann í KR þar sem hann lék ellefu leiki 1998 og 1999. Þaðan fór Gunnleifur í Keflavík þar sem hann var aðalamarkvörður 2000 og 2001. Árið 2002 fór hann aftur í HK sem komst þá upp úr 2.deildinni. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild en síðastliðinn vetur fór Gunnleifur síðan til FC Vaduz á láni. Þessi 34 ára gamli leikmaður gekk síðan aftur í raðir HK í síðasta mánuði.
,,Þetta var geysilega sterkt hjá okkur. Við sýndum að við erum ekki bara góðir í að spila boltanum á milli okkar heldur sýndum við mikla baráttu og vilja til að vinna þennan leik," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í dag.
Gunnleifur er fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins. Gunnleifur er uppalinn í HK en hann lék með KVA 1996 og eftir að hafa leikið aftur með HK 1997 fór hann í KR þar sem hann lék ellefu leiki 1998 og 1999. Þaðan fór Gunnleifur í Keflavík þar sem hann var aðalamarkvörður 2000 og 2001. Árið 2002 fór hann aftur í HK sem komst þá upp úr 2.deildinni. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild en síðastliðinn vetur fór Gunnleifur síðan til FC Vaduz á láni. Þessi 34 ára gamli leikmaður gekk síðan aftur í raðir HK í síðasta mánuði.
HK er eftir sigurinn með 26 stig í 3.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum.
,,Þetta var geysilega mikilvægur sigur. Það eru sjö leikir eftir, við stefnum á að vinna Þórsarana og það er 100% öruggt að ef við vinnum rest þá förum við upp og við stefnum ekki á neitt annað."
Gunnleifur varði eins og fyrr segir frábærlega í leiknum en hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Sævari Þór Gíslasyni.
,,Ég er með ákveðna reglu í vítum og ég fylgi henni en ég ætla ekki að fara að auglýsa hana neitt," sagði Gunnleifur sem bjargaði einnig frá Sævari undir lokin.
,,Ég hef spilað á móti Sævari í mörg ár. Við höfum þekkst síðan að við vorum 9-10 ára og ég spilaði á móti honum upp yngri flokkana í handbolta og fótbolta. Stundum tekst honum að skora og stundum tekst mér að verja, mér tókst að verja sem betur fer í þetta sinn."
Gunnleifur fór til FC Vaduz í febrúar en hann kom síðan aftur til HK í síðasta mánuði. Hann segist ekki hafa verið hræddur við að missta stöðu sína í landsliðinu með því að fara í lið í 1.deild.
,,Ég var lánaður til Vaduz frá HK og kom til baka þannig að ég er samningsbundinn HK. Ég hef mikla trú á mér sem markvörður og vona að ég verði ekki verri markvörður á að vera í HK."
,,Ég ráðfærði mig við góða menn hingað og þangað og ég hef meðal annars talað við Óla (Jóhannesson, landsliðsþjálfara) varðandi þetta. Hann er landsliðsþjálfari og þarf að fá að vita hvaða hlutir eru í gangi. Ég sagði honum frá þessu og það er allt í góðu."
Gunnleifur naut tímans í atvinnumennskunni og hefur áhuga á að fara aftur erlendis.
,,Auðvitað stefni ég á að fara út en á meðan ég er í HK þá er ég í HK. Þetta var frábært úti. Þetta er draumur flestra knattspyrnumanna og það að geta verið svona mikið með fjölskyldunni utan æfinga er frábært."
,,Maður æfir 1-2 á dag og síðan er maður heima með konu og börnum. Þetta eru forréttindi," sagði Gunnleifur sem hefur nóg að gera í vikunni.
,,Ég er í toppformi, ég hugsa mjög vel um sjálfan mig og æfi vel. Mér líður mjög vel andlega og líkamlega. Ég hlakka til að spila landsleikinn á miðvikudaginn og síðan gegn Þór á föstudaginn. Ég vil spila eins marga leiki og ég get og ég tek þessu bara fagnandi," sagði Gunnleifur.
Sjá einnig:
Leikmaður 14.umferðar - Þorsteinn V. Einarsson (ÍR)
Leikmaður 13.umferðar - Sigurður Helgi Harðarson (Afturelding)
Leikmaður 12.umferðar - Jakob Spangsberg (Víkingur R.)
Leikmaður 11.umferðar - Rúnar Már Sigurjónsson (HK)
Leikmaður 10.umferðar - Hörður Magnússon (HK)
Leikmaður 9.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 8.umferðar - Amir Mehica (Haukar)
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir