Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 31. ágúst 2009 16:16
Magnús Már Einarsson
1.deild leikm. umf: ,,Erum ekki búnir að vinna neitt ennþá"
Arilíus með boltann í leiknum á laugardag.
Arilíus með boltann í leiknum á laugardag.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Guðmundur Karl
Arilíus Marteinsson var öflugur í liði Selfyssinga þegar að liðið sigraði Fjarðabyggð 4-0 á útivelli í fyrstu deild karla síðastliðinn laugardag. Arilíus er leikmaður 19.umferðar hér á Fótbolta.net.

Arilíus Marteinsson
Arilíus Marteinsson hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Selfossi. Arilíus hafði reyndar stutt stopp í ÍBV árið 2006 en lék engan mótsleik með liðinu. Þessi 25 ára gamli leikmaður getur leikið allar stöður framarlega á vellinum en hann hefur skorað þrjú mörk í átján leikjum í fyrstu deildinni í sumar.
,,Þetta var fínn leikur. Við áttum skilið að vinna 4-0 og við hefðum alveg getað unnið stærra," sagði Arilíus við Fótbolta.net í dag.

,,Það vantaði fjóra sterka leikmenn en það kom maður í manns stað og þetta var einn af betri leikjum okkar í sumar. Þetta var frábær liðsheild, það voru allir að hlaupa mikið og meira en vanalega."

Stuðningsmenn Selfyssinga fjölmenntu á Eskifjörð og létu vel í sér heyra.

,,Það voru um 30 sem tóku flugið og borguðu fullt af peningum. Þetta var frábær stuðningur og það var snilld að vinna fyrir framan þá."

Í fyrra voru Selfyssingar í toppbaráttunni allt mótið en þeir duttu niður í þriðja sætið undir lokin og komust þannig ekki upp. Núna hafa Selfyssingar sex stiga forskot á toppnum þegar að tvær umferðir eru eftir og liðið hefur haldið góðu flugi allt mótið.

,,Ég held að við höfum lært eitthvað á síðasta sumri. Það var fyrsta skipti okkar í deildinni og ég held að við séum reynslunni ríkari," sagði Arilíus sem var þó lítið að spá í toppbaráttunni fyrir mót.

,,Þetta var svolítið spurningamerki. Við vorum búnir að missa marga sterka leikmenn en það hafa aðrir leikmenn stigið upp og ungir leikmenn komið upp. Ég var ekki að pæla í því hvort við ættum séns á að fara upp en ég vissi að við yrðum sterkir."

Arilíus hefur í sumar leikið framarlega á miðjunni fyrir aftan Sævar Þór Gíslason framherja Selfyssinga og Hjört Hjartarson sem kom til liðsins í júlí.

,,Sævar dregur rosalega til sín þannig að maður fær tíma á boltann þó að ég sé ekki búinn að skora mikið í sumar. Síðan skemmir ekki fyrir að hafa Hjört líka því að þá erum við tvo kalla sem hafa skorað ég veit ekki hvað mikið í efstu deild. Það er mikill styrkur og gott að spila með þeim," sagði Arilíus sem lærir af þessum reynsluboltum þrátt fyrir að spila sjálfur aðra stöðu.

,,Ég hef spilað eitt sumar frammi í meistaraflokk en annars hef ég verið á miðjunni og kantinum. Auðvitað lærir maður af svona leikmönnum þó að við séum alls ekki líkir leikmenn."

Eins og fyrr segir hafa Selfyssingar sex stiga forskot á toppi deildarinnar og þeir geta tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni með sigri gegn Aftureldingu á föstudag.

,,Við tökum einn leik fyrir í einu og ætlum að klára næsta leik á móti Aftureldingu. Ég trúi ekki öðru en að það verði fullur völlur og stemning en við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá."

Í kvöld mætast HK og Haukar sem eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sætinu en Arilíus segir Selfyssinga lítið hugsa út í þann leik.

,,Maður kíkir á úrslitin en við erum aðallega að hugsa um sjálfa okkur. Maður kíkir á það hvernig leikurinn fer í kvöld en við þurfum að klára okkar," sagði Arilíus að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 18.umferðar - Árni Freyr Guðnason (ÍR)
Leikmaður 17.umferðar - Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Leikmaður 16.umferðar - Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
Leikmaður 15.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 14.umferðar - Þorsteinn V. Einarsson (ÍR)
Leikmaður 13.umferðar - Sigurður Helgi Harðarson (Afturelding)
Leikmaður 12.umferðar - Jakob Spangsberg (Víkingur R.)
Leikmaður 11.umferðar - Rúnar Már Sigurjónsson (HK)
Leikmaður 10.umferðar - Hörður Magnússon (HK)
Leikmaður 9.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 8.umferðar - Amir Mehica (Haukar)
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner