Árni Freyr Guðnason (ÍR) er leikmaður 18.umferðar í 1.deild karla
Árni Freyr Guðnason skoraði tvívegis og var potturinn og pannan í sóknarleik ÍR þegar að liðið sigraði Hauka óvænt 3-0 í 1.deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Árni Freyr er leikmaður 18.umferðar hér á Fótbolta.net.
Árni Freyr Guðnason
Árni er uppalinn hjá FH og lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki árið 2005 en árið 2006 lék hann þrjá leiki í efstu deild. Eftir stutt stopp hjá Fremad Aarhus í Danmörku í fór Árni til Reynis Sandgerði árið 2007 þar sem hann hefur komið sterkur inn síðari hluta sumars eftir að hafa átt við meiðsli að stríða. Fyrir síðasta tímabil gekk Árni Freyr síðan í raðir ÍR þar sem hann hefur blómstrað en á síðustu leiktíð var hann valinn leikmaður ársins í 2.deildinni
,,Við erum í neðri hlutanum og unnum lið sem er í efri hlutunum. Ég stóð mig ágætlega þannig að þetta kemur kannski ekki mikið á óvart," sagði Árni Freyr við Fótbolta.net í dag þegar honum var sagt frá útnefningunni.
Árni er uppalinn hjá FH og lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki árið 2005 en árið 2006 lék hann þrjá leiki í efstu deild. Eftir stutt stopp hjá Fremad Aarhus í Danmörku í fór Árni til Reynis Sandgerði árið 2007 þar sem hann hefur komið sterkur inn síðari hluta sumars eftir að hafa átt við meiðsli að stríða. Fyrir síðasta tímabil gekk Árni Freyr síðan í raðir ÍR þar sem hann hefur blómstrað en á síðustu leiktíð var hann valinn leikmaður ársins í 2.deildinni
Árni Freyr er uppalinn hjá FH og honum leiðist því ekki að ná góðum úrslitum gegn Haukum en ÍR-ingar unnu báðar viðureignirnar gegn þeim í sumar.
,,Það er ekkert leiðinlegt. Ég held að ég hafi aldrei tapað fyrir þeim í fótbolta og ég fer ekkert að byrja á því núna."
,,Í undirmeðvitundinni vill maður kannski frekar vinna Hauka en önnur lið. Það voru fleiri leikmenn sem stóðu sig upp úr í þessum tveimur leikjum og þetta eru líklega bestu leikirnir ásamt leiknum á móti HK í seinni umferðinni."
Haukar eru í baráttu um að komast upp í Pepsi-deildina en Árni Freyr vill ekki að liðið fari upp.
,,Ég vil það eiginlega ekki. HK tapaði á móti Fjarðabyggð og Haukar eru ennþá með þetta í sínum höndum en ef þeir ætla upp þá gerði ég mitt besta í að stoppa það."
ÍR-ingar eru í áttunda sætinu eftir sigurinn með 23 stig en liðið er nú komið sjö stigum frá fallsæti.
,,Þetta er nánast komið. Afturelding á ekkert sérstakt prógram eftir en ef þeir vinna alla leiki sem þeir eiga eftir og Skaginn líka þá getur vel verið að við föllum. Við stefnum hins vegar á að vinna Skagann í næsta leik og þá er þetta komið."
ÍR rúllaði yfir aðra deildina í fyrra en Árni Freyr segir að skrefið sé stórt upp í fyrstu deildina.
,,Það er gríðarlegur munur. Það er munur á að spila á móti þessum liðum sem hafa verið í efstu deild í gegnum árin í staðinn fyrir að spila á móti liðum út á landinu sem eru með heimamenn innanborðs, með fullri virðingu fyrir þeim. Leikmennirnir þaðan eru kannski farnir í stærstu liðin á Íslandi og í atvinnumennsku," sagði Árni sem telur að framtíðin sé björt hjá ÍR.
,,Við erum með fullt af ungum strákum sem hafa verið að spila og verða bara betri á næsta ári. Ef við hefðum fengið 1-2 leikmenn í viðbót sem hefðu styrkt liðið þá hefðum við getað verið í toppbaráttu."
,,Það eru 6-7 stig í þennan pakka og ef við hefðum unnið 2-3 leiki um mitt mót hefðum við styrkt okkar stöðu og það hefði komið meiri stemning í þetta."
Árni hefur sjálfur leikið frábærlega með ÍR í sumar en hann hefur skorað fimmtán mörk og er markahæstur í deildinni ásamt Sævari Gíslasyni.
,,Ég er lunkinn við að koma mér í færi og hef verið að klára þau vel. Varnarvinnan hjá mér er líka kannski aðeins minni en hjá öðrum í liðinu." sagði Árni sem er ekki mikið að stressa sig á að ná markakóngstitlinum. ,,Það væri kannski gaman að ná því en það er ekkert á stefnuskránni."
Sjá einnig:
Leikmaður 17.umferðar - Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Leikmaður 16.umferðar - Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
Leikmaður 15.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 14.umferðar - Þorsteinn V. Einarsson (ÍR)
Leikmaður 13.umferðar - Sigurður Helgi Harðarson (Afturelding)
Leikmaður 12.umferðar - Jakob Spangsberg (Víkingur R.)
Leikmaður 11.umferðar - Rúnar Már Sigurjónsson (HK)
Leikmaður 10.umferðar - Hörður Magnússon (HK)
Leikmaður 9.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 8.umferðar - Amir Mehica (Haukar)
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir