Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar að HK lagði KA 3-1 á útivelli 11.umferðinni í fyrstu deild karla í síðustu viku en umferðinni lauk í gær. Rúnar Már var öflugur á miðjunni hjá HK í leiknum en hann er leikmaður 11.umferðar hér á Fótbolta.net.
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már lék með Tindastóli á sínum yngri árum og lék með liðinu í 2.deildinni árið 2005, þá aðeins 15 ára gamall. Árið gekk Rúnar í raðir HK 2007 og hann komst síðan í meistaraflokksið félagsins í fyrra. Þá lék Rúnar tólf leiki með HK í efstu deild og skoraði í þeim tvö mörk.
,,Liðið átti toppleik þarna á Akureyri og ég náði að leggja upp og skora. Það hefði heldur ekki komið mér á óvart ef einhver annar strákur úr liðinu hefði verið valinn því það voru allir að spila mjög vel," sagði Rúnar við Fótbolta.net aðspurður hvort að tilnefningin hefði komið honum á óvart. Rúnar telur að leikurinn gegn KA hafi verið sinn besti í sumar.
Rúnar Már lék með Tindastóli á sínum yngri árum og lék með liðinu í 2.deildinni árið 2005, þá aðeins 15 ára gamall. Árið gekk Rúnar í raðir HK 2007 og hann komst síðan í meistaraflokksið félagsins í fyrra. Þá lék Rúnar tólf leiki með HK í efstu deild og skoraði í þeim tvö mörk.
,,Ég er nokkuð viss um það. Ég er búinn að vera slakur í sumar, átt alltof marga mjög dapra leiki og verið hundfúll með sjálfan mig en á móti KA þá gekk nánast allt upp."
,,Ég veit ekki hvort þetta sé loftið á Akureyri eða eitthvað annað en ég átti ágætis leik á móti Þór þarna fyrr í sumar. Reyndar er miklu léttara að peppa sig upp í leikina á móti Þór og KA enda á ég marga vini í báðum félögum og spilað á móti þessum liðum upp alla yngri flokkana með Tindastól. Þá töpuðum við alltaf á móti Þór en unnum nú oftast KA og ég hreinlega man ekki hvenær ég tapaði síðast á móti KA."
Rúnar skoraði þarna fyrsta mark sitt í fyrstu deildinni í sumar en hann hafði misnotað nokkur fín færi í öðrum leikjum.
,,Ég held að þetta hafi verið fyrsta færið mitt í sumar, eitt og eitt hálffæri bara," sagði Rúnar Már léttur í bragði.
,,Nei ég er búinn að klúðra eins og vitleysingur í allt sumar eftir að hafa skorað alveg helling í vetur. Það hefur bara ekkert farið inn, en ég get samt ekki sagt að þetta hafi verið léttir."
,,Ég hugsaði lítið um þetta ef ég á að segja eins og er, ég vissi að markið myndi koma, bara spurning um hvenær. Það voru aðallega liðsfélagarnir sem voru duglegir að minnast á þetta."
HK er sem stendur í fimmta sæti í fyrstu deildinni, einungis tveimur stigum frá öðru sætinu en Rúnar er ekki ánægur með gengi liðsins í sumar.
,,Ég er ósáttur með gengið í deildinni, við erum búnir að eiga alltof slaka leiki inn á milli og það er eitthvað sem við þurfum að vinna að. Ég er viss um að seinni umferðin í mótinu verði mun betri en sú fyrri og við förum beint upp. Ég er hins vegar sáttur með bikarinn, það var hrikalega gaman að slá út Fjölni og það verður svo ennþá skemmtilegra að slá út Breiðablik."
Óstöðugleiki hefur verið í leik HK í sumar og Rúnar telur að hugarfarið skipti þar mestu máli.
,,Helsta ástæðan er held ég hugarfar. Við getum á góðum degi slátrað hvaða liði sem er en svo eigum við daga þar sem við getum tapað fyrir nánast hverjum sem er. Þegar við erum með hugarfarið í lagi og spilum alvöru fótbolta þá erum við flottir, en það er stutt í kúkinn."
Næsti leikur HK er gegn Víkingi R. á föstudag en þetta er liðin í fimmta sæti.
,,Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur. Við þurfum að vinna til að halda okkur áfram í þessum pakka þarna við toppinn. Það hefur sýnt sig í þessari deild að öll lið geta unnið alla og ekkert lið fær neitt gefins og því verða menn að mæta með 100%einbeitingu og gott hugarfar í leikinn á móti Víking, það verður hörkuslagur og lítið gefið eftir," sagði Rúnar Már að lokum.
Sjá einnig:
Leikmaður 12.umferðar - Jakob Spangsberg (Víkingur R.)
Leikmaður 11.umferðar - Rúnar Már Sigurjónsson (HK)
Leikmaður 10.umferðar - Hörður Magnússon (HK)
Leikmaður 9.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 8.umferðar - Amir Mehica (Haukar)
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir