Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 07. apríl 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Klefanum okkar var breytt í gufubað
Steven Gerrard og Lucas voru góðir í gær.
Steven Gerrard og Lucas voru góðir í gær.
Mynd: Getty Images
Gerrard og Brendan Rodgers.
Gerrard og Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard segir að West Ham hafi beitt öllum brögðum til að reyna að taka Liverpool úr jafnvægi í leik liðanna í gær. Það skilaði sér ekki fyrir heimamenn þar sem Liverpool vann 2-1 sigur.

„Þetta var snúinn leikur. Við vissum við hverju við máttum búast en fengum meira en það. Ótrúlegur hiti í klefanum, þurr völlur og rútan þurfti að stoppa langt frá leikvangnum. Þetta var prófraun á karakter liðsins," segir Gerrard.

„Það kom hver háloftaboltinn inn í teig úr öllum áttum. Þeir eru með risa í liðinu sem stukku upp með olnbogana úti. Þetta var erfitt."

Gerrard telur að liðið hafi sýnt það í leiknum að það hefur það sem þarf til að fara alla leið og vinna enska meistaratitilinn.

„Í hópnum erum við með blöndu af öllu. Við erum með gæði og tækni í leikmönnum eins og Luis Suarez, Daniel Sturridge og Coutinho. En við höfum líka hörkuna. Við erum með menn sem vilja bretta upp ermar og stökkva út í."

Bæði mörk Liverpool í gær komu af vítapunktinum og var það Gerrard sem skoraði mörkin. Hann hefur skorað 14 mörk á tímabilinu en það magnaða er að 11 þeirra eru úr vítum.

„Augljóslega hafa vítin hjálpað mér mikið í markaskorun en þú þarft að hafa taugarnar til að taka þessi víti. Við þurftum að sýna það gegn West Ham að við værum tilbúnir að berjast um titilinn. Það tókst vel."

Gerrard hrósar brasilíska miðjumanninum Lucas Leiva í hástert en hann kom inn í hálfleik.

„Hann á skilið að fá hrós. Það var pressa á honum og landsliðsþjálfari Brasilíu í stúkunni. Hann hefur ekki spilað mikið að undanförnu en verið duglegur að æfa og halda sér í standi. Hann var magnaður í seinni hálfleiknum," segir Gerrard.
Athugasemdir
banner