Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 09. apríl 2014 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Moyes ræðir kaup: Þeir leikmenn sem við höfum rætt við vilja koma
David Moyes
David Moyes
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, hefur gefið það í skyn að félagið sé þegar í viðræðum um að fá nokkra leikmenn til félagsins í sumar en hann segir leikmenn meira en tilbúna til að ganga til liðs við félagið.

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu og ekki líklega bara á þessari leiktíð heldur einnig á næstu.

Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Moyes segir að þrátt fyrir það að félagið komi ekki til með að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili að þá séu leikmenn samt sem áður tilbúnir til þess að semja við félagið.

,,Meistaradeildin hefur aldrei verið vandamálið fyrir þetta félag. Það er alltaf að reyna að eyða réttum fjárhæðum í réttu leikmennina. Það kemur Meistaradeildinni ekkert við og þeir leikmenn sem við höfum rætt við eru meira en tilbúnir í að semja við félagið," sagði Moyes.

,,Eins og ég sagði þá eru þetta leikmenn sem við höfum rætt við lítllega þó svo einhver gæti hafa heyrt af þessum viðræðum þá eru þeir alla vega tilbúnir til þess að koma hérna því þessi fjarvera okkar frá Meistaradeildinni er einungis tímabundið og mun ekki vara lengi og allir leikmennirnir vilja semja við þetta frábæra félag," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner