Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 11. apríl 2014 09:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Tíu á förum frá Man Utd
Powerade
Rooney er að glíma við meiðsli á tá.
Rooney er að glíma við meiðsli á tá.
Mynd: Getty Images
Eto´o er orðaður við Besiktas.
Eto´o er orðaður við Besiktas.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað í dag líkt og aðra daga.



Samuel Eto´o, framherji Chelsea, hefur hafið viðræður við Besiktas en samningur hans rennur út í sumar. (Metro)

Patrice Evra er einn af tíu leikmönnum sem David Moyes, stjóri Manchester United, mun losa sig við í sumar. (Daily Mail)

Newcastle vill fá framherjann Joel Campbell sem hefur verið í láni hjá Olympiakos frá Arsenal. (Daily Star)

West Ham og Hull hafa áhuga á Emanuele Giaccherini miðjumanni Sunderland. Genoa vill einnig fá Giaccherini aftur í Serie A. (Talksport)

Newcastle reyndi að fá Sir Alex Ferguson sem stjóra þegar Kevin Keegan hætti í janúar 1997. (Newcastle Chronicle)

Wayne Rooney verður mögulega frá út tímabilið venga meiðsla á tá. (Daily Star)

Joe Hart hlakkar til að mæta Luis Suarez og Daniel Sturridge á sunnudag. (Times)

Sturridge reiknar með að hann væri á bekknum hjá City í dag ef hann hefði ekki farið frá félaginu til Chelsea árið 2009. (Daily Mirror)

Pepe Mel ætlar einungis að ræða framtíð sína hjá félaginu þegar sæti í ensku úrvalsdeildinni er tryggt. (Birmingham Mail)

Felix Magath vonast til að Kostas Mitroglou geti hjálpað Fulham í fallbaráttunni þrátt fyrir að hafa einugis leikið tvo leiki síðan hann kom til félagsins í janúar. (Fulham and Hammersmith Chronicle)

Ole Gunnar Solskjaer segist upplifa svefnlausar nætur vegna fallbaráttu Cardiff. (Daily Mirror)

Manchester United hefur útbúið rúm á æfingasvæðinu fyrir leikmenn félagsins en þeir geta sofið þar fyrir leiki til að verða ekki fyrir svefntruflunum frá börnunum sínum. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner