Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 11. apríl 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane var búinn að stúdera Raya
Harry Kane elskar að skora gegn Arsenal.
Harry Kane elskar að skora gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Enska markavélin Harry Kane skoraði annað marka FC Bayern í 2-2 jafntefli gegn Arsenal á Emirates leikvanginum síðasta þriðjudagskvöld.

Kane skoraði úr vítaspyrnu en hann spyrnti með öðrum hætti heldur en vanalega.

Kane er vanur að spretta að boltanum og þruma honum í netið þegar hann tekur vítaspyrnur, en í þetta skiptið breytti hann tilhlaupinu sínu til að plata David Raya markvörð Arsenal.

Kane skoðaði klippur af Raya í vítaspyrnum og ákvað að breyta skotstílnum í kjölfarið.

„Ég skoðaði vítaspyrnukeppnina hjá Arsenal gegn Porto og tók eftir að hann skutlar sér alltaf mjög snemma í hornin. Þess vegna ákvað ég að breyta skotstílnum mínum," sagði Kane eftir leikinn.

„Það var mjög ánægjulegt að sjá hann skutla sér svona snemma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner